spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 220 úrslit

UFC 220 úrslit

UFC 220 fór fram í Boston í nótt. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou. Öllum að óvörum fór bardaginn allar fimm loturnar. Stipe Miocic tókst að lifa af erfiða 1. lotu en átti annars bardagann að öllu leyti. Miocic varði því beltið í 3. sinn og er það met í þungavigtinni.

Daniel Cormier átti mjög flotta frammistöðu þegar hann sigraði Volkan Oezdemir í titilbardaga í léttþungavigtinni. Í 2. lotu komst hann í yfirburðarstöðu og var Oezdemir hjálparlaus er hann lá á bakinu á meðan Cormier lét mörg högg dynja á honum. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic sigraði Francis Ngannou eftir dómaraákvörðun (50-44, 50-44, 50-44).
Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier sigraði Volkan Oezdemir með tæknilegu rothöggi eftir 2 mínutur í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Calvin Kattar sigraði Shane Burgos með tæknilegu rothöggi eftir 32 sekúndur í 3. lotu.
Léttþungavigt: Gian Villante sigraði Francimar Barroso eftir klofna dómaraákvörðun (30-27, 28-29, 30-27).
Bantamvigt: Rob Font sigraði Thomas Almeida með tæknilegu rothöggi eftir 2:24 í 2. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Kyle Bochniak sigraði Brandon Davis eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Abdul Razak Alhassan sigraði Sabah Homasi með rothöggi eftir 3:47 í 1. lotu.
Fluguvigt: Dustin Ortiz sigraði Alexandre Pantoja eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Julio Arce sigraði Dan Ige eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Enrique Barzola sigraði Matt Bessette eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Islam Makhachev sigraði Gleison Tibau með rothöggi eftir 57 sekúndur í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular