spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 222 úrslit

UFC 222 úrslit

UFC 222 fór fram í nótt þar sem þær Cris ‘Cyborg’ Justino og Yana Kunitskaya mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið fór fram í Las Vegas en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Það voru ekki margir sem gáfu Kunitskaya einhverja möguleika gegn Cyborg. Sú rússneska byrjaði ágætlega en Cyborg tókst að klára hana strax í 1. lotu með höggum. Brian Ortega rotaði svo Frankie Edgar í næstsíðasta bardaga kvöldsins og varð hann þar með sá fyrsti til að klára Edgar á ferlinum. Ortega fær væntanlega titilbardaga gegn Max Holloway síðar á árinu.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Cris Cyborg sigraði Yana Kunitskaya með tæknilegu rothöggi eftir 3:25 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Brian Ortega sigraði Frankie Edgar með rothöggi eftir 4:44 í 1. lotu.
Bantamvigt: Sean O’Malley sigraði Andre Soukhamthath eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Andrei Arlovski sigraði Stefan Struve eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Ketlen Vieira sigraði Cat Zingano eftir klofna dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Mackenzie Dern sigraði Ashley Yoder eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttvigt: Alexander Hernandez sigraði Beneil Dariush með rothöggi eftir 42 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: John Dodson sigraði Pedro Munhoz  eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: C. B. Dollaway sigraði Hector Lombard eftir að Lombard var dæmdur úr leik.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Zak Ottow sigraði Mike Pyle með tæknilegu rothöggi eftir 2:34 í 1. lotu.
Bantamvigt: Cody Stamann sigraði Bryan Caraway eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Jordan Johnson sigraði Adam Milstead eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular