spot_img
Saturday, December 28, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 223 úrslit

UFC 223 úrslit

UFC 223 fór fram í nótt í Brooklyn í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Khabib Nurmagomedov og Al Iaquinta en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Khabib sigraði Al Iaquinta eftir dómaraákvörðun og er nýr léttvigtarmeistari UFC. Conor McGregor og Tony Ferguson eru ekki lengur titilhafar lengur og er Khabib eini léttvigtarmeistari UFC í dag.

Rose Namajunas varði strávigtartitil sinn með sigri á Joanna Jedrzejczyk eftir dómaraákvörðun. Þetta var hennar fyrsta titilvörn en Namajunas vann fjórar lotur af fimm í augum dómaranna.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov sigraði Al Iaquinta eftir dómaraákvörðun (50-44, 50-43, 50-43).
Titilbardagi í strávigt kvenna: Rose Namajunas sigraði Joanna Jędrzejczyk eftir dómaraákvörðun (49-46, 49-46, 49-46).
Fjaðurvigt: Renato Moicano sigraði Calvin Kattar eftir dómaraákvörðun (29-28, 30-27, 30-27).
Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov sigraði Kyle Bochniak eftir dómaraákvörðun (29-28, 30-27, 30-27).
Léttvigt: Chris Gruetzemacher sigraði Joe Lauzon með tæknilegu rothöggi eftir 2. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Karolina Kowalkiewicz sigraði Felice Herrig eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier sigraði Evan Dunham með tæknilegu rothöggi eftir 53 sekúndur í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Ashlee Evans-Smith sigraði Bec Rawlings eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Léttþungavigt: Devin Clark sigraði Mike Rodriguez eftir dómaraákvörðun (29-28, 30-27, 30-27).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular