Friday, March 29, 2024
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 223

Spá MMA Frétta fyrir UFC 223

UFC 223 fer fram í kvöld. Þrátt fyrir miklar breytingar eru ennþá hörku bardagar eftir. Hér birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Al Iaquinta

Pétur Marinó Jónsson: Eftir allt sem gengið hefur á undanfarna 6 daga er ég afar þakklátur fyrir að Khabib Nurmagomedov sé að fara að berjast. Það gerist ekki á hverjum degi en ég er alltaf ógeðslega spenntur fyrir að sjá Khabib! Þessi mulningsvél tekur bara gæja og pakkar þeim saman. Al Iaquinta bað um þennan bardaga eftir að Holloway datt út og það sýnir hreðjar. Hann er með 80% felluvörn í UFC en ég held það hafi ekkert að segja gegn Khabib. Khabib er bara að fara að Khabíba hann í drasl, svipað og gegn Michael Johnson og Edson Barboza. Khabib lúskrar á honum þar til hann nær kimura í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Khabib megi ekki vanmeta höggþunga Iaquinta. Að því sögðu held ég að Ragin’ Al eigi bara punchers chance í þessum bardaga. Fellurnar og topppressan reynast of mikið fyrir hann. Khabib TKO lotu tvö.

Óskar Örn Árnason: Ragin’ Al gæti alveg komið óvart með þungum nákvæmum höggum og vanmetnu BJJ. En 99,9% líkur á Khabib smashdown. Khabib TKO 3. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þvílíki rússíbaninn sem síðustu 48 klukkustundirnar hafa verið. Að fara upphaflega frá Tony Ferguson í Max Holloway og frá honum í Anthony Pettis og Paul Felder og e nda loksins í Al Iaquinta er meira en nóg á nokkurn mann lagt. Núna virðist ró farin að færast yfir og nú þurfum við að sjá hvort uppreisnarseggurinn og fasteignasalinn Al Iaquinta hafi roð í Khabib Nurmagomedov.Það er erfitt að sjá það gerast og ég held að Khabib sigri nokkuð örugglega. Hann fylgir sinni eðlilegu leikáætlun, að taka menn niður og mýkja þá til á gólfinu. Khabib sigrar eftir tæknilegt rothögg í 2. Lotu.

Khabib Nurmagomedov: Pétur, Guttormur, Óskar, Arnþór
Al Iaquinta:

Titilbardagi í strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Joanna Jedrzejczyk

Pétur Marinó Jónsson: Aldrei átt í eins miklum erfiðleikum með að spá í einn bardaga. Var þetta bara ákveðin heppni hjá Rose síðast? Var Joanna slöpp út af niðurskurðinum? Er Rose kannski bara búin að fatta hvernig á að vinna JJ? Dettur Joanna hakkavélin í gang í kvöld? Við höfum ekki hugmynd um hvað gerist og ég get ekki beðið eftir að sjá þetta spilast út í kvöld. Ég ætla að segja að JJ hafi verið of cocky síðast, hafi þar að auki verið slöpp eftir niðurskurðinn og komi tvíefld til leiks í kvöld. Þetta verður hörku slagur en ég held að Joanna Jedrzejczyk endi á að taka þetta eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Það kom mér verulega á óvart þegar Rose pakkaði Joönnu í fyrsta bardaganum. Hvernig hún gerði það kom mér jafn mikið á óvart. Ég held að þetta sé eitt af þessum dæmum þar sem Rose er með „númerið“ hjá Joönnu, þ.e. að hún sé bara frekar óheppilegt match-up fyrir hina pólsku. Rose ver beltið eftir sigur á stigum.

Óskar Örn Árnason: Það er vonlaust að spá í þennan. Kannski verður þetta eins og Cain vs. JDS þar sem næstu bardagar sýndu að fyrsti var ólíklega niðurstaðan. Ég held samt ekki, held að niðurstaðan verði sú sama og síðast en taki að þessu sinni svona þrjár lotur. Rose TKO í 3. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ég ætla rétt að vona að hún Rose sé búinn að jafna sig eftir hálfgerða taugaáfallið sem hún fékk eftir lætin á fimmtudaginn en sögur segja að hún hafi verið í miklu uppnámi eftir lætin í Conor. Ég vona að hún sé 100% tilbúin fyrir bardagann því það gerir hann meira spennandi. Rose kom öllum á óvart og sigraði Joanna á sínum tíma en síðan þá hefur Joanna stigið fram og sagt frá því að niðurskurðurinn hafi verið ansi erfiður. Vonum að hann hafi gengið betur núna. Mitt innsæi segir mér að Joanna muni endurheimta titilinn, en hitt er alveg eins líklegt. Joanna sigrar á dómaraákvörðun.

Rose Namajunas: Óskar, Guttormur
Joanna Jedrzejczyk: Pétur, Arnþór

Fjaðurvigt: Renato Moicano gegn Calvin Kattar

Pétur Marinó Jónsson: Ætti að verða áhugaverður bardagi. Moicano er mjög harður og er til í að standa og skiptast á höggum. Calvin Kattar var mjög flottur gegn Shane Burgos síðast. Ég ætla að segja að Kattar taki þetta eftir dómaraákvörðun í nokkuð skemmtilegum bardaga.

Guttormur Árni Ársælsson: Kannski ekki þekktustu nöfnin í bransanum en báðir spennandi prospects með samanlagt bardagaskor 33-3. Moicano var ósigraður þangað til hann mætti Brian Ortega síðasta sumar og Kattar hefur ekki tapað síðan 2010 og er á 10 bardaga sigurgöngu. Ég spái Kattar sigri eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Spennandi bardagi sem ekkert er verið að tala um. Sigurvegarinn stimplar sig í þyngdarflokkinn. Ég held að Moicano taki þetta á stigum, byggt fyrst og fremst á frammistöðu hans gegn T-City fyrir stuttu. Moicano var að vinna þann bardaga. Moicano, sigur á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Bardagi sem er algjörlega búinn að gleymast í hringiðunni sem þetta bardagakvöld er búið að vera. Ekki beint þekktustu nöfnin á kvöldinu en áhugaverður bardagi engu að síður. Báðir hafa litið vel út í bardögum sínum í UFC hingað til og sigurvegarinn kemur sér í vænlega stöðu. Katter sigrar á dómaraákvörðun.

Renato Moicano: Óskar
Calvin Kattar: Pétur, Guttormur, Arnþór

Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov gegn Kyle Bochniak

Pétur Marinó Jónsson: Áður en allt fór í fokk var þetta einn af bardögunum sem ég hlakkaði mest til að sjá og það er bara út af Zabit, með fullri virðingu fyrir Kyle Bochniak. Ég held að Zabit sé að fara að verða topp gæji í UFC og get ekki beðið eftir að sjá meira af honum í kvöld. Kannski á hann eftir að valda manni vonbrigðum eins og efnilegir bardagamenn gera oft á tíðum, en ég held að það sé eitthvað sérstakt við þennan mann. Zabit tekur þetta með TKO í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Dagestaninn Magomedsharipov kyrkir andstæðing sinn, anaconda choke í þriðju.

Óskar Örn Árnason: Magomedsharipov sýnir einhver brjáluð tilþrif og sópar gólfið með Bochniak, TKO í 2. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Hef fylgst aðeins með Zabit og hann lítur hrikalega vel út. Þessir Dagestanar virðast vera komnir til að taka yfir heiminn. Hann er góður alls staðar og getur sigrað á öllum vígstöðum bardagans. Zabit sigrar með uppgjafartaki í 3. lotu.

Zabit Magomedsharipov: Pétur, Guttormur, Óskar, Arnþór
Kyle Bochniak: ..

Léttvigt: Joe Lauzon gegn Chris Gruetzemacher

Pétur Marinó Jónsson: Chris Gruetzemacher er ekki merkilegur pappír og Joe Lauzon er orðinn gamall (samt bara 33 ára). Lauzon tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum en ég held hann taki þetta í kvöld. Ef hann getur ekki unnið Gruetzemacher þá á hann bara að hætta. Ég ætla að segja að Lauzon taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Alltaf fílað Joe Lauzon vel en það eru komnar ansi margar mílur á hann. Held þó að reynslan segi til sín og að hann sigri eftir armbar af bakinu í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Lauzon er bara 33 ára en er farinn að virka ansi gamall. Engu að síður er hann alltaf harður og til í tuskið. Hann getur slegið og er seigur á gólfinu sem gæti komið honum langt í þessum bardaga. Gruetz er nokkuð góður en gólfið er veikleiki. Lauzon sigrar með uppgjafartaki í 2. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Það er alltaf gaman að sjá Joe Lauzon b erjast en lítur út fyrir að hann sé örlítið farinn að gefa eftir. Hann ætti þó að eiga nóg eftir á tankinum til að sigra fyrrum TUF keppandan Chris Gruetzemacher. Þó að hann muni eiga eftir að reyna að taka Lauzon niður þá er Lauzon nógu sleipur á gólfinu til að annað hvort vinna bardagann þar eða að minnsta kosti að koma sér úr vandræðum.Lauzon sigrar á uppgjafartaki í 3. lotu.

Joe Lauzon: Pétur, Guttormur, Óskar, Arnþór
Chris Gruetzemacher: ..

Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular