spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 227 úrslit

UFC 227 úrslit

UFC 227 fór fram í nótt í Los Angeles þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Bardagakvöldið var nokkuð skemmtilegt en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Demetrious Johnson hefur verið sigraður í fluguvigt! Henry Cejudo tókst hið ómögulega og sigraði Demetrious Johnson eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var mjög jafn og voru dómararnir ósammála um hver ætti að vinna bardagann.

T.J. Dillashaw kláraði svo Cody Garbrandt aftur með rothöggi en í þetta sinn í 1. lotu. Dillashaw hefur nú tvisvar klárað Garbrandt og spurning hvar framtíð Garbrandt liggur á meðan Dillashaw er meistari. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í bantamvigt: T.J. Dillashaw sigraði Cody Garbrandt með tæknilegu rothöggi (hné og hnefahögg) eftir 4:17 í 1. lotu.
Titilbardagi í fluguvigt: Henry Cejudo sigraði Demetrious Johnson eftir klofna dómaraákvörðun (48-47, 47-48, 48-47).
Fjaðurvigt: Renato Moicano sigraði Cub Swanson með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:15 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: JJ Aldrich sigraði Polyana Viana eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-27).
Millivigt: Thiago Santos sigraði Kevin Holland eftir dómaraákvörðun (29-27, 29-27, 29-26).

FX upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Pedro Munhoz sigraði Brett Johns eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Ricky Simon sigraði Montel Jackson eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Ricardo Ramos sigraði Kyung Ho Kang eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Sheymon Moraessigraði Matt Sayles eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt: Alex Perez sigraði Jose Torres með rothöggi eftir 3:36 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Zhang Weili sigraði Danielle Taylor eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Marlon Vera sigraði Wuliji Buren með tæknilegu rothöggi eftir 4:53 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular