spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 230 úrslit

UFC 230 úrslit

UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden. Þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Daniel Cormier lenti ekki í teljandi vandræðum með Derrick Lewis. Cormier tók Lewis niður í 1. lotu og það sama var upp á teningnum í 2. lotu. Lewis reyndi að standa upp í 2. lotu en Cormeir nýtti tækifærið og læsti „rear naked choke“ hengingunni strax og kláraði Lewis.

Öll önnur úrslit má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í þungavigt: Daniel Cormier sigraði Derrick Lewis með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:14 í 2. lotu.
Millivigt: Ronaldo Souza sigraði Chris Weidman með tæknilegu rothöggi eftir 2:46 í 3. lotu.
Millivigt: Jared Cannonier sigraði David Branch með tæknilegu rothöggi eftir 39 sekúndur í 2. lotu.
Millivigt: Karl Roberson sigraði Jack Marshman eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 30-27)
Millivigt: Israel Adesanya sigraði Derek Brunson með tæknilegu rothöggi eftir 4:51 í 1. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Jordan Rinaldi sigraði Jason Knight eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (127,2 pund): Sijara Eubanks sigraði Roxanne Modafferi eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Sheymon MoraessigraðiJulio Arce eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Lyman Good sigraði Ben Saunders með rothöggi eftir 1:32 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttvigt: Matt Frevolaog Lando Vannata gerðu meirihluta jafntefli (29-28, 28-28, 28-28).
Fjaðurvigt: Shane Burgos sigraði Kurt Holobaugh með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:11 í 1. lotu.
Þungavigt: Marcos Rogério de Lima sigraði Adam Wieczorek eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular