Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 230

Spá MMA Frétta fyrir UFC 230

UFC 230 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Pennar MMA Frétta birta sína spá fyrir kvöldið líkt og venjan er.

Titilbardagi í þungavigt: Daniel Cormier gegn Derrick Lewis

Pétur Marinó Jónsson: Langt síðan við höfum séð titilbardaga þar sem er svo mikill munur á tæknilegri getu bardagamanna. En þetta er þungavigt og Derrick Lewis er með kraft. Ég býst við að Cormier verði bara skynsamur og taki Lewis niður þangað til Lewis verður orðinn svo ógeðslega þreyttur að rear naked choke-ið verður bara gefins. Ég held að DC muni ekki taka neina sénsa hér þar sem hans bíður risa peningabardagi við Brock Lesnar svo lengi sem hann tapar ekki titlinum í kvöld. Hann er líka ekki orðinn 100% aftur í höndinni eftir bardagann gegn Stipe Miocic í sumar og það er ekkert spes. Ég býst við svipaðri taktík frá DC eins og gegn Anderson Silva á sínum tíma en í þetta sinn nær hann að klára. Derrick Lewis mun reyna að standa upp en DC heldur honum niðri, þreytir hann og klárar hann svo í lok 2. lotu eða byrjun 3. lotu með hengingu.

Óskar Örn Árnason: Óvæntur en nokkuð skemmtilegur titilbardagi. Lewis er með alla líkamlega yfirburði og hefur alltaf þetta högg. Hins vegar sé ég ekki aðra niðurstöðu en sigur DC. Ég held að Cormier byrji hverja lotu á frekar auðveldri fellu og svo verður þetta bara ground and pound. Lewis gæti staðið upp hér og þar en það verður skammgóður vermir. Í kringum þrðju lotuna stoppar dómarinn bardagann, DC TKO 3.

Arnþór Daði Guðmundsson: Hér má aldrei afskrifa Derrick Lewis, hann gæti rotað DC hvenær sem er. Hins vegar er öruggast að DC mun nota wrestlingið til að ná Lewis niður, þreyta hann og lemja hann í gólfinu. Cardioið hans DC mun fleyta honum í gegnum bardagann og hann mun að lokum vinna öruggan sigur á stigum.

Daniel Cormier: Pétur, Óskar, Arnþór
Derrick Lewis:

Millivigt: Chris Weidman gegn Ronaldo ‘Jacare’ Souza

Pétur Marinó Jónsson: Bardagi sem mig hefur lengi langað að sjá. Tveir frábærir glímumenn sem eru samt ekki svo slæmir standandi. Jacare mun reyna að taka þetta niður en held að Weidman verði bara sáttur við að halda þessu standandi. Það verður mjög erfitt að taka Weidman niður og ef það tekst er Weidman samt svart belti í brasilísku jiu-jitsu og ætti að geta bjargað sér eða komið sér á fætur. Býst við að Jacare byrji af krafti, nái jafnvel einni fellu en á endanum mun Weidman taka yfir bardagann og vinna eftir dómaraákvörðun í hörku bardaga.

Óskar Örn Árnason: Það var leiðinlegt að missa Rockhold bardagann en þetta er helvíti góð sárabót. Báðir hafa litið vel út í Embedded þáttunum og virðast tilbúnir í þetta. Það verður mjög áhugavert að sjá hvað gerist ef og þegar bardaginn fer í gólfið. Jacare ætti að hafa betur í þeirri deild en ég held samt að Weidman finni leið til sigurs á stigum. Þessi hefði þurft að vera fimm lotur.

Arnþór Daði Guðmundsson: Spennandi bardagi, en ekki jafn spennandi og Weidman vs. Rockhold enduratið. Hér mun allt velta á því hvernig bardaginn mun fara í gólfinu en þar ætti Jacare að hafa yfirhöndina. Hann er samt farinn að þreytast og verður forvitnilegt að sjá Weidman berjast aftur eftir langa pásu. Ég held að Weidman muni taka Jacare niður en þar mun Jacare taka yfir og sigra Weidman með uppgjafartaki í 2. lotu.

Chris Weidman: Pétur, Óskar
Ronaldo ‘Jacare’ Souza: Arnþór

Millivigt: David Branch gegn Jarod Cannonier

Pétur Marinó Jónsson: Cannonier átti að vera á litlu bardagakvöldi í Argentínu en fær þess í stað að koma inn á aðalhluta bardagakvöldsins í Madison Square Garden. Það er áhættusöm ákvörðun enda hefur hann tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og mun sennilega vera látinn fara ef hann tapar. En ef hann nær sigri mun það gera mikið fyrir ferilinn. Cannonier er ekki þekktur fyrir að vera einhver cardio vél og sérstaklega ekki ef hann endar undir. David Branch er flottur glímumaður og mun taka Cannonier niður, stjórna honum þar, þreyta og vinna svo eftir uppgjafartak í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég finn til með Branch að hafa misst stóran bardaga við Jacare. Flott hjá honum samt að samþykkja þennan hættulega bardaga sem gerir lítið fyrir hann. Cannonier er góður en Branch ætti samt að hafa yfirburði. Branch tekur þetta á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ágætis bardagi en á ekki heima svona ofarlega á svona stóru bardagakvöldi. Branch ætti að ná að landa sigrinum gegn Cannonier. Branch sigrar á dómaraákvörðun.

David Branch: Pétur, Óskar, Arnþór
Jarod Cannonier: ..

Millivigt: Karl Roberson gegn Jack Marshman

Pétur Marinó Jónsson: Þykir ekki mikið til Jack Marshman koma. Finnst hann vera algjör meðalgæji sem verður bara í botnbaráttunni í millivigt UFC í besta falli. Karl Roberson er ágætlega spennandi bardagamaður og nokkuð góður á öllum vígstöðum. Marshman má samt eiga það að hann er harður og vill endilega taka þetta í smá stríð sem getur verið skemmtilegt. Þetta verður skemmtilegt slugfest og mögulega fight of the night en Roberson tekur þetta eftir TKO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Þessi bardagi á varla heima á main cardinu en Roberson er efnilegur bardagamaður frá New Jersy svo þetta er tækifæri fyrir hann að láta vita af sér. Marshmann er seigur Breti sem ætti að verða erfiður viðureignar. Roberson sigraði Darren Stewart svo hann ætti að vinna þetta. Roberson rotar Marshman í annarri lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Walesverjanum hefur gengið upp og ofan í UFC og skipst á sigrum og töpum. Hérna fær hann ágætis tækifæri á því að eiga stóra frammistöðu á main Cardinu í Madison Square Garden. Hann gerir mest úr því tækifæri og sigrar á stigum.

Karl Roberson: Pétur, Óskar
Jack Marshman: Arnþór

Millivigt: Derek Brunson gegn Israel Adesanya

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mjög spenntur fyrir Israel Adesanya eins og allir bara. Held að þetta sé gæji sem geti farið langt. Spá mín í dag hefur allt verið eftir bókinni og spurning hvort þetta óvænta komi í þessum bardaga. Brunson er alveg hættulegur en líka mjög villtur og pínu kærulaus. Það veitir ekki á gott ef þú ert að fara að mæta striker eins og Israel Adesanya. Ég held að Brunson muni samt koma varkár til leiks, svipað og hann gerði gegn Anderson Silva og passi sig að rotast ekki. Adesanya vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Eftir Brad Tavares bardagann er ég orðinn Adesanya dýrkandi. Ég held að hann eigi eftir að verða stór og ég býst við einhverju rosalegu frá honum í kvöld. Brunson er hættulegur og með mikla reynslu en hann verður rotaður í kvöld. Stylebender KO í fyrstu lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þetta er bardagi sem ég er mjög spenntur fyrir. Adesanya hefur vakið mikla athygli að undanförnu og er skemmtilegur bardagamaður sem gaman er að horfa á. Það er Derek Brunson líka en það er oft hægt að bóka á að hans bardagar endi í rothöggi.
Mig langar að sjá Adesanya fara lengra og berjast við stærri nöfn og spái honum því sigri með KO í 3. lotu.

Israel Adesanya: Pétur, Óskar, Arnþór
Derek Brunson:

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular