spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 250 úrslit

UFC 250 úrslit

UFC 250 fór fram í nótt í Las Vegas fyrir luktum dyrum. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Amanda Nunes og Felicia Spencer en hér má sjá úrslit kvöldsins.

UFC 250 var skemmtilegt bardagakvöld þar sem tvö mögnuð rothögg litu dagsins ljós. Amanda Nunes sigraði Felicia Spencer eftir dómaraákvörðun en bardaginn var mjög einhliða. Nunes vann allar loturnar, varðist öllum fellum og hreinlega rústaði Spencer.

Þetta var fyrsta titilvörn Nunes í fjaðurvigt en hún er nú fyrsti meistarinn í sögu UFC sem nær að verja tvö belti á sama tíma. Nunes varði síðast bantamvigtartitil sinn og nú er spurning hvaða áskorandi er næstur fyrir hana. Nunes sýndi enn og aftur yfirburði sína og er hún einfaldlega langbest í heiminum í dag.

Cody Garbrandt náði mögnuðu rothöggi þegar hann sigraði Raphael Assuncao. Garbrandt steinrotaði Assuncao á síðustu sekúndu í 2. lotu og verður það sennilega meðal bestu rothögga ársins þegar árið verður gert upp.

Sean O’Malley gæti líka gert tilkall til rothögg ársins. O’Malley byrjaði rólega gegn Eddie Wineland en náði svakalegri beinni hægri og rotaði Wineland í 1. lotu. Magnað rothögg hjá O’Malley en hann gekk rólega í burtu eftir að hafa rotað Wineland. Hér að neðan má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Felicia Spencer eftir dómaraákvörðun (50-44, 50-44, 50-45).
Bantamvigt: Cody Garbrandt sigraði Raphael Assunção með rothöggi eftir 4:59 í 2. lotu.
Bantamvigt: Aljamain Sterling sigraði Cory Sandhagen með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:28 í 1. lotu.
Veltivigt: Neil Magny sigraði Anthony Rocco Martin eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Bantamvigt: Sean O’Malley sigraði Eddie Wineland með rothöggi eftir 1:54 í 1. lotu.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Alex Caceres sigraði Chase Hooper eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Millivigt: Ian Heinischsigraði Gerald Meerschaert með tæknilegu rothöggi eftir 1:14 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Cody Stamann sigraði Brian Kelleher eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Millivigt: Maki Pitolo sigraði Charles Byrd með tæknilegu rothöggi eftir 1:10 í 2. lotu. 

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt: Alex Perez sigraði Jussier Formiga með tæknilegu rothöggi (leg kicks) eftir 4:06 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Devin Clark sigraði Alonzo Menifield eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Hentivigt (150 pund): Herbert Burns sigraði Evan Dunham með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:20 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular