spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 259 úrslit

UFC 259 úrslit

UFC 259 fór fram í nótt. Þrír titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Það vantar ekki umræðuefnin eftir bardagakvöldið. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Israel Adesanya og Jan Blachowicz. Millivigtarmeistarinn Adesanya var klárlega minni en Blachowicz en var hraðari. Bardaginn var nokkuð jafn framarlega og taktískur. Þeir skiptust á höggum fyrstu þrjár loturnar og voru báðir að lenda ágætis höggum.

Í 4. og 5. lotu náði Blachowicz að taka Adesanya niður og komst Adesanya ekki upp fyrr en lotan kláraðist en Blachowicz endaði bardagann á þungum höggum ofan á í gólfinu. Blachowicz heldur beltinu þar sem hann vann eftir dómaraákvörðun og heldur millivigtarbeltinu.

Amanda Nunes fór leikandi létt með Megan Anderson. Nunes kýldi Anderson niður og reyndi Anderson fellu í kjölfarið. Nunes tók bakið á henni og kláraði með „triangle armbar“ af bakinu. Gríðarlegir yfirburðir hjá Nunes enn einu sinni.

Bardagi Petr Yan og Aljamain Sterling var mjög fjörugur. Sterling byrjaði af miklum krafti og setti mikla pressu á Yan. Yan varðist þó vel og tókst Sterling ekki að taka Yan niður. Yan byrjaði að taka yfir bardagann þegar á leið og var Sterling farinn að þreytast.

Í 4. lotu var Yan að saxa vel á Sterling hægt og rólega en þegar Sterling var niðri (e. grounded opponent) gerði Yan slæm mistök. Yan hnjáaði höfuð Sterling þegar hann var klárlega með annað hné niðri og var höggið því ólöglegt. Sterling gat ekki haldið áfram og var dæmdur sigurvegari eftir að Yan var dæmdur úr leik. Þeir munu klárlega mætast aftur en Sterling er bantamvigtarmeistari UFC.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttþungavigt: Jan Błachowicz sigraði Israel Adesanya eftir dómaraákvörðun  (49–46, 49–45, 49–45).
Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Megan Anderson með uppgjafartaki (triangle armbar) eftir 2:03 í 1. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt: Aljamain Sterling sigraði Petr Yan eftir að Yan var dæmdur úr leik eftir ólöglegt högg (illegal knee) eftir 4:29 í 4. lotu.
Léttvigt: Islam Makhachev sigraði Drew Dober með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 1:37 í 3. lotu.
Léttþungavigt: Aleksandar Rakić sigraði Thiago Santos eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 30–27).     

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Dominick Cruz sigraði Casey Kenney eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Kyler Phillips sigraði Song Yadong eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (127 pund): Askar Askarov sigraði Joseph Benavidez eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Kai Kara-France sigraði Rogério Bontorin með rothöggi (punches) eftir 4:55 í 1. lotu.

Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt: Tim Elliott sigraði Jordan Espinosa eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 30–25).
Léttþungavigt: Kennedy Nzechukwu sigraði Carlos Ulberg með rothöggi (punches) eftir 3:19 í 2. lotu.
Veltivigt: Sean Brady sigraði Jake Matthews með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:28 í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Amanda Lemos sigraði Lívia Renata Souza með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 3:39 í 1. lotu.
Léttvigt: Uroš Medić sigraði Aalon Cruz með tæknilegu rothöggi (punches)            eftir 1:40 í 1. lotu.
Bantamvigt: Trevin Jones sigraði Mario Bautista með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 47 sekúndur í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular