spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 268 úrslit

UFC 268 úrslit

UFC 268 fór fram fyrr í kvöld í Madison Square Garden í New York. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Kamaru Usman heldur veltivigtartitlinum eftir sigur á Colby Covington. Usman byrjaði betur og var hann nálægt því að klára Colby í 2. lotu eftir að hafa kýlt hann tvívegis niður í lok lotunnar. Colby svaraði hins vegar vel fyrir sig og komst betur inn í bardagann. Usman var þó betri og sigraði eftir einróma dómaraákvörðun.

Rose Namajunas vann Weili Zhang aftur en var mun jafnara en síðast. Weili Zhang byrjaði vel en Namajunas varð betri eftir því sem leið á. Namajunas sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í jöfnum bardaga og er hægt að deila um hvor hafi unnið hvaða lotur.

Bardagi Justin Gaethje og Michael Chandler olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Bardaginn stóð undir sem einn besti bardagi ársins og var þriggja lotu stríð. Chandler byrjaði mjög vel en varð fljótt þreyttur. Gaethje tók yfir og kýldi Chandler niður í 2. lotu en Chandler tókst að lifa af. Bardaginn fór allar loturnar og var einfaldlega frábær skemmtun.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman sigraði Colby Covington eftir dómaraákvörðun (48–47, 48–47, 49–46).
Titilbardagi í strávigt kvenna: Rose Namajunas sigraði Zhang Weili eftir klofna dómaraákvörðun (47–48, 48–47, 49–46).
Bantamvigt: Marlon Vera sigraði Frankie Edgar með rothöggi (front kick) eftir 3:50 í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Shane Burgos sigraði Billy Quarantillo eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–28).
Léttvigt: Justin Gaethje sigraði Michael Chandler eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 30–27).

ESPNews / ESPN+ upphitunarbardagar:

Millivigt: Alex Pereira sigraði Andreas Michailidis með tæknilegu rothöggi (flying knee and punches) eftir 18 sekúndur í 2. lotu.
Léttvigt: Bobby Green sigraði Al Iaquinta með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:25 í 1. lotu.
Millivigt: Chris Curtis sigraði Phil Hawes með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:27 í 1. lotu.
Millivigt: Nassourdine Imavov sigraði Edmen Shahbazyan með tæknilegu rothöggi (elbows) eftir 4:42 í 2. lotu.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Ian Garry sigraði Jordan Williams með rothöggi (punches) eftir 4:59 í 1. lotu.
Þungavigt: Chris Barnett sigraði Gian Villante með með tæknilegu rothöggi (spinning wheel kick and punches) eftir 2:23 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Dustin Jacoby sigraði John Allan eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (148,4 pund): Melsik Baghdasaryan sigraði Bruno Souza eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (127,4 pund): Ode’ Osbourne sigraði CJ Vergara eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular