Reykjavík MMA er með fjóra keppendur á Evolution of Combat 10 í Skotlandi í kvöld. Tveir MMA bardagar og tvær glímur.
Aron Leó Jóhannsson mætir Robbie Dunlop í áhugamannabardaga í MMA. Aron er 2-0 en þetta verður fyrsti bardagi Dunlop.

Tiago Oliveira mætir Nathan Wyatt í 72 kg hentivigt. Tiago barðist sinn fyrsta bardaga á dögunum sem endaði í jafntefli en þetta verður fyrsti bardagi Wyatt.

Þeir Jhoan Salinas og Hrafn Þráinsson keppa síðan í glímu á kvöldinu. Streymi frá viðburðinum á 9,99 pund hér.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023