spot_img
Wednesday, October 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 307 Fjölmiðladagur: Ekkert beef, hann er chicken

UFC 307 Fjölmiðladagur: Ekkert beef, hann er chicken

Fjölmiðladagur var haldinn núna á miðvikudegi í aðdraganda UFC 307. Alex Pereira mætir Khalil Rountree jr. í aðalbardaga kvöldsins en aðrir menn og konur vöktu meiri athygli á blaðamannafundinum.

Kevin Holland var fyrstur á míkrafóninn á blaðamannafundinum. Spurður út í af hverju hann gisti ekki á sama hóteli og bardagamennirnir svaraði hann því að hann væri hræddur um að mæta Joaquin Buckley og þurfa að lemja hann og bardagi Buckley myndi þess vegna detta út. Þeir börðust árið 2020, Holland kláraði hann í 3. lotu. Báðir menn hafa þroskast mikið sem bardagamenn síðan og gætu gefið okkar áhugaverðan bardaga í annað skipti. Buckley mætir hins vegar Stephen Thompson, Holland hefur kallað Buckley barnabarn hans af því að Thompson vann sig og hann vann Buckley. Hann sagði að hann mæti ekki lemja barnabarn sitt. Spurður frekar út í beefið milli þeirra tveggja svaraði hann að það væri ekkert beef, motherf*** er chicken og neyddist svo til að útskýra brandarann fyrir blaðamanninum.

Juliana Pena gagnrýndi andstæðing sinn Raquel Pennington harkalega fyrir að vera slæmur meistari og m.a. standa ekki nógu vel fyrir ímynd kvenna í MMA. Hún sagðist geta sinnt því hlutverki mun betur. Pennington skaut föstum skotum til baka og sagði Pena vera með meistaragráðu í “Yapology” eða kjaftfræði. Ketlen Vieira kallaði Pena svo hunds rassgat í sínu viðtali.

Kayla Harrison sagðist geta unnið Vieira, Pena og Pennington öll á einu kvöldi
Stephen Wonderboy Thompson sér ekki fram á að hætta neitt á næstunni.
Jose Aldo stefnir á titilinn, ætlar að sýna Bautista að það eru levels.
… og ýmislegt annað.

Viðtölin við Holland og Pena eru hér að neðan ásamt öllum blaðamannafundinum eins og hann leggur sig.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular