spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC bardagamenn fá aðeins 20% af tekjum UFC

UFC bardagamenn fá aðeins 20% af tekjum UFC

Þessa dagana standa yfir málaferli þar sem fyrrverandi UFC bardagamenn saka sambandið um að hafa í gegnum tíðina beitt sér með ósanngjörnum hætti í krafti stærðar og stöðu á markaði.

Á fyrstu dögum í réttarsal komu fram áhugaverðar upplýsingar um hlutdeild launa UFC bardagamanna af heildartekjum UFC. Þetta er svo sem ekkert nýtt en vísbendingar um þetta komu meðal annars fram í kringum sölu UFC árið 2016, sjá umfjöllun MMA Frétta hér.

Þær upplýsingar sem hér um ræðir voru teknar saman af Bloody Elbow en grein þeirra má finna hér. Það sem kom fram í réttarhöldunum var að hlutdeild launa MMA bardagamanna í UFC hefur verið í kringum 20% af heildar tekjum undanfarin ár. Í þeim „pay per view“ viðburðum er þetta hlutfall enn lægra eða í kringum 16-17%. Þessar upplýsingar eru þó sumar gamlar og tölur fyrir síðustu ár eru áætlaðar tölur frá tímabilinu í kringum sölu UFC. Stefna UFC er hins vegar ljós í þessum efnum.

Hlutfall launa bardagamanna var eitt algengasta áhyggjuefni og vangavelta mögulegra fjárfesta. Samkvæmt málsgögnum vill UFC halda launakostnaði í 20% af heilartekjum um ókomin ár. UFC reiknar því ekki með að bardagamennirnir fái hærri laun á næstu árum í hlutfalli við tekjur.

Það verður að hafa í huga að upplýsingar um kostnað liggja ekki fyrir og því er erfitt að leggja endanlegan dóm á málið. Hlutfall launa leikmanna af tekjum hjá NBA, NFL og MLB nálgast 50% en hlutfallslegur kostnaður í þeirri íþrótt getur verið allt annar en í UFC. Hins vegar lítur út fyrir að UFC bardagamenn séu almennt að fá minni sneið af kökunni en leikmenn í öðrum stórum íþróttum vestanhafs.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular