spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC fer aftur á bardagaeyjuna með fimm bardagakvöld

UFC fer aftur á bardagaeyjuna með fimm bardagakvöld

UFC ætlar aftur á Yas Island í september. UFC verður með fimm bardagakvöld á eyjunni og byrjar á UFC 253.

UFC var með nokkur bardagakvöld á Yas Island í Abu Dhabi í sumar. Í fyrri heimsókn UFC á eyjuna voru 52 bardagar á fjórum kvöldum yfir þrjár vikur.

UFC kallaði þetta bardagaeyjuna en eyjan er ekki merkileg þar sem hægt er að keyra þangað frá Abu Dhabi.

UFC 253 þann 26. september verður fyrsta bardagakvöldið á eyjunni í seinni heimsókn UFC. Þar munu þeir Israel Adesanya og Paulo Costa eigast við í hrikalega spennandi bardaga um millivigtarbeltið.

Á eftir fylgja þrjú minni bardagakvöld (3., 10. og 17. október) og klárar UFC svo ferðina á eyjuna með UFC 254 þann 24. október. Þar mætast þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular