Í næstsíðasta bardaga kvöldsins í Glasgow mættust þær Joanne Calderwood og Cynthia Calvillo. Calvillo sigraði og var Joanne Calderwood ekki sátt.
Bardaginn var fremur rólegur en stemningin var frábær. Áhorfendur tóku víkingaklappið eftir að Íslendingarnir höfðu byrjað á því og fékk Jojo frábæran stuðning.
Það gerðust ekki mikið í 1. lotunni en Calvillo náði fellu í lok 1. lotu og tók bakið. Jojo gerði vel í að sleppa en lenti í „armbar“ sem hún varðist ágætlega áður en tíminn rann út.
Í 2. lotu gerðist ekki mikið. Jojo pressaði og henti í spörk hér og þar og Calvillo lenti fínum vinstri króki sem blóðgaði Jojo. Báðar lentu spinning backfist á sama tíma og gæfu hvor annarri fimmu.
Í 3. lotu var það bara það sama. Calvillo náði fellu þegar 30 sekúndur voru eftir, náði bakinu og var að læsa henginunni þegar bardaginn kláraðist.
Fellurnar gerðu útslagið og vann Calvillo eftir einróma dómaraákvörðun. Einhver orðaskipti áttu sér stað á milli þeirra áður en dómaraákvörðunin var tilkynnt. Calvillo sigurvegari í Skotlandi í fremur tíðindalitlum bardaga.