spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Glasgow: Khalil Rountree þaggaði í heimamönnum

UFC Glasgow: Khalil Rountree þaggaði í heimamönnum

Aðalhluti bardagakvöldsins í Glasgow er nú hálfnaður. Fyrstu þrír bardagarnir voru ekkert sérstakir fyrir utan glæsilegt rothögg hjá Khalil Rountree.

Fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins var viðureign Justin Willis gegn James Mulheron í þungavigt. Bardaginn var einstaklega óspennandi eins og gerist oft í þungavigtinni. Það gerðist ekki mikið í bardaganum en Willis náði nokkrum fellum. Willis vann eftir einróma dómaraákvörðun í slöppum bardaga.

Í öðrum bardaga kvöldsins mættust þeir Khalil Rountree og Paul Craig. Sá síðarnefndi fékk frábærar móttökur er hann gekk í búrið enda var hann á heimavelli. Baulað var á Rountree en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig og var bara silkislakur.

Khalil Rountree stjórnaði pressunni allan tímann, pressaði og var mjög yfirvegaður. Hann náði að meiða Craig nokkrum sinnum en þegar skammt var eftir af 1. lotunni kýldi hann Craig niður. Hann fylgdi því svo eftir með höggum í gólfinu og stöðvaði dómarinn bardagann eftir 4:56 í 1. lotu.

Mjög flott frammistaða hjá Rountree en áhorfendur voru þó ekki sáttir með að sjá sinn mann rotaðan. Rountree hefur nú rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun í UFC. Eftir tvö töp í röð hefur hann nú klárað tvo bardaga í röð með rothöggi í 1. lotu.

Khalil Rountree kýlir Paul Craig niður.

Í þriðja bardaga kvöldsins mættust þeir Jack Marshman og Ryan Janes. Marshman byrjaði betur og stjórnaði pressunni fyrstu tvær loturnar. Báðir náðu inn ágætis höggum en Marshman sótti meira til að byrja með. Ryan Jason kom öflugur til leiks í þriðju lotu og vann þá lotu. Það var ekki nóg þar sem Marshman vann fyrstu tvær loturnar og tók því þessa dómaraákvörðun. Frekar tilþrifalítill bardagi en núna er aðalhluti bardagakvöldsins hálfnaður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular