spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Glasgow: Seery tapar í kveðjubardaganum

UFC Glasgow: Seery tapar í kveðjubardaganum

UFC bardagakvöldið í Glasgow heldur áfram. Neil Seery barðist sinn síðasta bardaga á ferlinum og Bobby Nash náðu mögnuðu rothöggi í síðustu upphitunarbardögunum.

Bardagi Neil Seery og Alexandre Pantoja fór fram í fluguvigt en vitað var að þetta yrði síðasti bardagi Seery á ferlinum. Verkamaðurinn Neil Seery skiptist á höggum við Pantoja en Brassinn var að hafa betur. Pantoja hitti meira standandi og kýldi Seery niður í 1. lotu.

Það sama var upp á teningnum í 2. lotu. Þeir stóðu bara í búrinu og kýldu og kýldu og komu með eitt og eitt spark inn á milli. Skemmtileg viðureign en Pantoja var hraðari og aggressívari en Neil Seery átti líka sín augnablik.

Þriðja lotan byrjaði með látum þar sem þeir héldu áfram að skiptast á höggum. Pantoja ákvað hins vegar að vera skynsamur og fór í fellu. Þar stjórnaði hann Seery í gólfinu áður en hann náði bakinu og læsti hengingunni, „rear naked choke“ í 3. lotu hjá Pantoja.

 

Danny Roberts og Bobby Nash áttust við í veltivigt í síðasta upphitunarbardaga kvöldsins. Bardaginn var nokkuð jafn framan af og náði Nash fellu í 1. lotu bardagans. Báðir skiptust á höggum en Nash var meira að sækja í fellur.

Í 2. lotu sparkaði Nash fast í klofið á Roberts og þurfti að gera hlé á bardaganum í smá stund. Roberts náði svo rosalegum vinstri krók sem felldi Nash niður og lét nokkur högg fylgja í gólfinu í kjölfarið. Frábær frammistaða hjá Danny ‘Hot Chocolate’ Roberts og enn einn bardaginn sem klárast í Skotlandi. Frábærir bardagar hingað til.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular