spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC hættir við bardaga Bisping og Georges St. Pierre

UFC hættir við bardaga Bisping og Georges St. Pierre

Dana White, forseti UFC, greindi frá því í gær að bardagasamtökin hafi hætt við titilbardaga Georges St. Pierre gegn Michael Bisping. Yoel Romero fær næsta titilbardaga í millivigtinni.

Ekki mikil ánægja ríkti meðal bardagaaðdáenda þegar bardaginn var fyrst tilkynntur. Í mars tilkynnti UFC að Georges St. Pierre myndi fá næsta titilbardaga í millivigtinni án þess að vita hvenær og hvar bardaginn færi fram.

Í síðustu viku sagði Georges St. Pierre að hann gæti ekki barist við Bisping fyrr en í nóvember. Núna virðist UFC ekki ætla að bíða eftir fyrrum veltivigtarmeistaranum.

„Ég setti þennan GSP bardaga saman og við héldum blaðamannafund. Þetta átti að gerast í júlí. En Michael Bisping verður að verja titilinn sinn fljótlega, við ætlum ekki að bíða eftir GSP. Báðir vildu bardagann. Við báðum Yoel Romero að stíga til hliðar en nú lítur út fyrir að GSP bardaginn muni ekki eiga sér stað,“ sagði Dana White við FOX Sports í Ástralíu.

„Georges St. Pierre segist ekki vera tilbúinn fyrr en í nóvember. Hver veit hvort það standist? Hann gæti ekki verið tilbúinn fyrr en á næsta ári. Þannig að við ætlum ekki að bíða lengur eftir Georges St. Pierre. Við ætlum að halda áfram með flokkinn og Yoel Romero fær næsta titilbardaga.“

Ekki eru allir sannfærðir um að bardaginn sé enn af borðinu. Michael Bisping segist enn vilja mæta St. Pierre og kannski er Dana White bara að pressa á St. Pierre að taka bardagann fyrr.

UFC vantar enn aðalbardagann á UFC 213 í sumar og gætu þeir Bisping og Romero endað þar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular