spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC hyggst margfalda tekjur af sjónvarpssamningum

UFC hyggst margfalda tekjur af sjónvarpssamningum

UFC Logo Vector ResourceFyrir nokkrum vikum fjölluðum við um áform UFC til framtíðar í ljósi gagna sem sambandið útbjó fyrir mögulega fjárfesta. Að þessu sinni skoðum við annan vinkil sem tengist sjónvarpstekjum UFC í kjölfar greinar Sports Business Journal um efnið.

Árið 2011 náði UFC mikilvægum áfanga þegar það gerði risavaxinn samning við sjónvarpsrisann Fox Sports. Árið 2018 rennur sá samningur út og samkvæmt gögnum UFC stefnir sambandið á að fjórfalda núverandi tekjur. Það er aukning úr 115 milljónum dollara á ári í 450 milljónir dollara ár hvert sem samsvarar um 50 milljörðum króna.

Formlegir samningar hefjast ekki fyrr en í fyrsta lagi í árslok 2017 en útlit er fyrir að UFC stefni á samning á þessum nótum til að minnsta kosti 10 ára. Aðstoðar framkvæmdastjóri nýju eigenda UFC, WME-IMG, var ráðgjafi fyrir UFC þegar þeir sömdu við Fox Sports á sínum tíma. Nú er búist við sá hinn sami muni sjá um samningana á næsta ári.

Þessar viðræður verða fyrstu samningaviðræður UFC undir stjórn nýrra eigenda. Háa verðið sem greitt var fyrir félagið (4 milljarðar dollara) byggðist að miklu leyti á mögulegri tekjuaukningu í samningum sem þessum. UFC er eftirsótt vara á sjónvarpsmarkaði þar sem markhópurinn er ungt fólk og tryggðin við íþróttina er nokkuð mikil. Svo virðist sem stærstu íþróttagreinarnar séu bundnar í löngum sjónvarpssamningum svo samningsstaða UFC er talin sterk.

Á móti þessu kemur að stærstu íþróttastöðvarnar hafa verið að draga úr kostnaði og almennt minnka við sig. Af þeim ástæðum er ekki óhugsandi að UFC sjónvarpsréttinum verði dreift á fleiri en einn dreifingaraðila. Líklegt þykir að UFC verði áfram hjá Fox Sports, að minnsta kosti að hluta til. Þeir voru einn af þeim sem buðu (3,6 milljarða dollara) í bardagasamtökin fyrr á árinu en fregnir herma að stjórnendur efist um að sjónvarpsrétturinn sé 450 milljón dollara virði.

Aðrir valmöguleikar eru til staðar eins og ESPN og Turner Sports en áhugavert verður að sjá hvort að UFC semji við Fox Sports eða hvort það láti reyna á markaðslögmálin eins og margir bardagamenn hafa verið að gera undanfarið. Við fylgjumst spennt með og höldum ykkur upplýstum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular