Upphitunarbardögum kvöldsins í London er nú lokið. Safarov, Diakiese og Allen náðu allir í fína sigra.
Fjórði bardagi kvöldsins var ekki mikið fyrir augað. Safarov náði fellu í 1. lotu en á meðan hann stóð yfir Nicolae Negumereanu greip hann ítrekað í búrið til að halda jafnvægi. Eftir nokkrar viðvaranir var tekið stig af Safarov. Í 2. lotu var það mikið af því sama nema í þetta sinn greip Safarov minna í búrið. Safarov náði mountinu og lét nokkur þung högg dynja á Rúmenanum en honum tókst að lifa af. Í 3. lotu náði Safarov aftur fellu og hékk þar ofan á þangað til bardaginn kláraðist. Safarov sigraði eftir dómaraákvörðun.
Í 2. bardaga kvöldsins mættust þeir Joseph Duffy og Marc Diakiese í léttvigt. Duffy byrjaði nokkuð vel og náði fellu í 1. lotu. Marc Diakiese tókst að komast upp og það var eiginlega það síðasta sem Duffy tókst að gera við Diakiese. Diakiese réði ferðinni út bardagann og felldi Duffy með olnboga í 1. lotu.
Í 2. og 3. lotu náði Diakiese flottum snúningsspörkum og fellum sjálfur. Eftir þrjár lotur var enginn vafi á hvor hefði unnið en Diakiese tók þetta 30-27 og var þetta kærkominn sigur fyrir Diakiese eftir þrjú töp í röð.
Arnold Allen og Jordan Rinaldi mættust í fjaðurvigt í síðasta upphitunarbardaga kvöldsins. Bardaginn var klárlega sá leiðinlegasti til þessa en lítið gerðist allar þrjár loturnar fyrir utan 10 síðustu sekúndurnar í hverri lotu. Þá gaf Allen alltaf verulega í og þjarmaði að Rinaldi og virtist alltaf nálægt því að klára bardagann. Allen tók þetta á endanum eftir örugga dómaraákvörðun.