spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC með bardagakvöld í Hollandi og Króatíu?

UFC með bardagakvöld í Hollandi og Króatíu?

UFC Logo Vector ResourceTalið er að UFC muni í ár heimsækja Holland og Króatíu í fyrsta sinn. Bardagakvöldið í Hollandi mun fara fram í Rotterdam þann 8. maí en ekki í höfuðborginni Amsterdam.

Þetta kemur fram á hollensku síðunni MMAplanet.nl. UFC stefnir á að halda þrjú bardagakvöld í Evrópu á fyrri hluta ársins og er bardagakvöldið í London það eina sem hefur verið staðfest hingað til. Holland hefur alið af sér marga gríðarlega færa sparkboxara í gegnum tíðina en þrír hollenskir bardagamenn berjast í UFC í dag (Alistair Overeem, Stefan Struve og Germaine de Randamie).

Bardagakvöldið í Króatíu mun fara fram í höfuðborginni Zagreb. Bardagakvöldið gæti farið fram um sumarið en UFC óskar þess eflaust að króatíska goðsögnin Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic væri enn að berjast. Cro Cop hætti fyrr á árinu og fékk um leið tveggja ára keppnisbann eftir að hafa viðurkennt notkun á HGH (Human Growth Hormone) við meðhöndlun á meiðslum.

Reiknað er með að bardagakvöldin verði sýnd á Fight Pass rás UFC en bardagasamtökin virðast ætla að setja meira púður í rás sína á þessu ári. Nýlega var bardagi Dustin Poirier og Joseph Duffy á Fight Pass hluta UFC 195 og svo mun bardagi Anderson Silva og Michael Bisping vera í beinni útsendingu á Fight Pass í febrúar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular