spot_img
Thursday, January 9, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC raðar gömlum hetjum á UFC Fight Night 252

UFC raðar gömlum hetjum á UFC Fight Night 252

UFC er ekki að spara stóru nöfnin á UFC Fight Night 252 og er stefnan sett á að fá gamla bantamvigtarmeistarann Henry Cejudo til að berjast í aðalbardaga kvöldsins gegn Song Yadong. Cejudo hefur átt langan og glæstan feril að baki í bardagaíþróttum en hann varð bantamvigtarmeistari UFC þegar hann sigraði Demetrious Johnson með klofinni dómaraákvörðun sem er talin einn af bestu bardagamönnum allra tíma. Cejudo var bantamvigtarmeistari þegar hann lagði hanskana á hilluna árið 2020 en þar áður hafði hann unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 2008 svo eitthvað sé nefnt.

Endurkoma Cejudo hefur ekki farið sem skildi en hann hefur barist tvo bardaga eftir að hann tók hanskana fram að nýju og tapað þeim báðum. Son Yadong er á hinum enda ferilsins, hans bestu ár eru ókomin enn en Song er 27 ára gamall og er mjög spennandi bardagamaður. Í síðasta bardaga sínum tapaði Song fyrir Petr Yan en með nokkrum sterkum sigrum mun Song gefa UFC fullt tilefni til að hleypa honum í titilbardaga.

Fleiri gamlar hetjur úr bantamvigtinni eru á kvöldinu en Dominick Cruz hefur samþykkt að berjast á kvöldinu en hann hefur ekki barist frá því að hann tapaði fyrir Marlon Vera árið 2022. Um munnlegt samkomulag er að ræða þar sem talið er líklegast að hann berjist gegn Rob Font sem keppti síðast í október síðastliðnum þegar hann sigraði Kyler Phillips. Báðir menn eru komnir á síðari hluta ferilsins en Cruz er 39 ára en Font er 37 ára.

Ekki eru gömlu hetjurnar á kvöldinu þó upptaldar því þarna má einnig sjá þá Edson Barboza og Michael Chiesa.

Fight Night 252 kvöldið er spennandi þar sem má allt eins reikna með að einhverjir bardagamenn gætu skilið hanskana eftir í búrinu en svona lítur kvöldið líklega út á þessari stundu:

  • Henry Cejudo vs. Song Yadong
  • Dominick Cruz vs. Rob Font
  • Macy Chiasson vs. Ketlen Vieira
  • Edson Barboza vs. Steve Garcia
  • Michael Chiesa vs. TBA
  • Brendan Allen vs. Anthony Hernandez
  • Ibo Aslan vs. Ion Cutelaba
  • Curtis Blaydes vs. Rizvan Kuniev
  • Islam Dulatov vs. Adam Fugitt
  • Melsik Baghdasaryan vs. Jean Silva
  • Modestas Bukauskas vs. Raffael Cerqueira
  • Mansur Abdul-Malik vs. Antonio Trocoli

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið