spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Rotterdam: Kvöldið byrjar vel

UFC Rotterdam: Kvöldið byrjar vel

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC Rotterdam kvöldið er komið af stað. Fyrstu þremur bardögum kvöldsins er lokið og fer kvöldið vel af stað.

Fluguvigt: Willie Gates og Ulka Sasaki

Í fyrsta bardaganum mættust þeir Willie Gates og Ulka Sasaki í skemmtilegum fluguvigtarbardaga. Sasaki pressaði Gates snemma og vildi augljóslega taka bardagann í gólfið. Honum tókst það snemma í 1. lotu og átti hana að mestu leyti fyrir utan smá tíma þar sem Gates virtist vanka Sasaki.

2. lota var öll Sasaki og náði hann Gates niður. Hann vann sig rólega framhjá löppunum og gaf Gates á sér bakið. Sasaki tók sér sinn tíma í að komast undir hökuna og læsti svo „rear naked choke“ hengingunni. Gates tappaði út eftir 3:30 í 2. lotu. Flottur sigur hjá Sasaki í fyrsta bardaga kvöldsins.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Veltivigt: Dominic Waters gegn Leon Edwards

Í öðrum bardaga kvöldsins mættust þeir Dominic Waters og Leon Edwards í veltivigt. Waters virtist bara vilja ná fellunni en Edwards varðist mjög vel og náði nokkrum fellum sjálfur. Edwards var talsvert sterkari standandi en Waters og virtist sá síðarnefndi ekki hafa mikinn áhuga á að standa með Bretanum.

Waters átti sína augnablik og meðal annars frábæra fellu í 2. lotu þar sem hann lyfti Edwards hátt upp og kastaði honum í gólfið. En Edwards var yfir það heila betri bardagamaður og vann allar þrjár loturnar. Leon Edwards sigraði eftir dómaraákvörðun, 30-27.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Fluguvigt: Neil Seery gegn Kyoji Horiguchi

Hinn bráðskemmtilegi Neil Seery mætti Japananum Kyoji Horiguchi. Bardaginn var mjög skemmtilegur og þá sérstaklega fyrsta lota. Horiguchi náði að kýla Seery nokkrum sinnum niður í gólfið í bardaganum og náði nokkrum fellum. Seery ógnaði með „armbar“ í fyrstu lotu en yfir það heila var Horiguchi bara hraðari og betri bardagamaður. Seery var mjög seigur en Horiguchi einfaldlega betri. Skemmtilegur bardagi og hefur Seery ekkert til að skammast sín fyrir.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular