spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Rotterdam: Stefan Struve með snöggan sigur

UFC Rotterdam: Stefan Struve með snöggan sigur

Bigfoot StruveStefan Struve var ekki lengi að afgreiða Antonio „Bigfoot“ Silva. Heimamaðurinn Struve kláraði Silva eftir aðeins 16 sekúndur!

Þungavigtarmennirnir voru snöggir að þessu. Eftir beina hægri snemma frá Struve var Silva strax vankaður. Silva óð áfram í von um að ná að minnsta kosti „clinchinu“ en mætti fleiri höggum frá Struve. Silva fór í fellu en Struve lét hann borga fyrir það með olnbogum og stöðvaði dómarinn bardagann fljótlega.

Frábær sigur hjá Struve sem hefur átt erfitt uppdráttar. Í viðtalinu eftir bardagann kvaðst Struve vera mættur aftur. Þetta er stærsti sigur hans á ferlinum og var hann hæstánægður með þetta sem og auðvitað áhorfendur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular