spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC semur við efnilegan Frakka

UFC semur við efnilegan Frakka

Hinn efnilegi Tom Duquesnoy hefur samið við UFC. Duquesnoy var ríkjandi bantamvigtarmeistari BAMMA og hefur ekki tapað í 11 bardögum í röð.

Tom Duquesnoy er 23 ára Frakki með bardagaskorið 14-1 (1). Af sigrunum 14 hafa sjö komið eftir rothögg, fjórir eftir uppgjafartök og þrír eftir dómaraákvörðun. Duquesnoy hefur farið gjörsamlega á kostum í BAMMA að undanförnu og vann bæði fjaðurvigtar- og bantamvigtartitilinn á meðan hann var þar.

Duquesnoy hefur lengi verið talinn einn sá efnilegasti fyrir utan UFC og verður gaman að sjá hann spreyta sig meðal þeirra bestu. Duquesnoy æfir hjá Jackson-Winkeljohn í Albuquerque og virðist hafa rétta baklandið til að komast ansi langt. Eina tap Duquesnoy til þessa var gegn UFC bardagamanninum Makwan Amirkhani árið 2013.

Búist er við að Duquesnoy berjist sinn fyrsta bardaga í UFC þann 15. apríl en enginn andstæðingur hefur verið nefndur á nafn. Duquesnoy var í áhugaverðu viðtali við FloCombat í fyrra þar sem hann talar um framtíðarsýn sína og hvernig það er að æfa hjá Greg Jackson og Mike Winkeljohn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular