Í næst síðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Akira Corassani og Max Holloway. Enn á ný þurftu Svíarnir að bíða lægri hlut.
Holloway var mun sigurstranglegri fyrir þennan bardaga að amti veðbankanna. Corassani byrjaði bardagann mjög vel og náði góðum höggum inn. Holloway fór fljótlega að finna taktinn og hitti Corassani með flottri fléttu. Corassani féll niður og fylgdi Holloway eftir með höggum en Corassani náði að standa upp og fékk mikið lof fyrir. Það dugði skammt því stuttu seinna náði Holloway frábærri beinni hægri og fylgdi því eftir með þungum höggum. Dómarinn stöðvaði bardagann í fyrstu lotu, en að margra mati hefði hann mátt stöðva bardagann fyrr.
Frábær sigur hjá Holloway en þetta var 4. sigur hans á þessu ári! Frábært ár fyrir hann og verður gaman að sjá hvort hann nái 5. bardaganum á þessu ári.