Ilir Latifi mætti Jan Blackowicz í léttþungavigtarbardaga. Fyrirfram var Svíinn Latifi sigurstranglegri en Blackwicz lét sér fátt um finnast um stuðlana og sigraði eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu.
Allt ætlaði um koll að keyra þegar Ilir Latifi gekk í salinn undir Rocky laginu! Lataifi byrjar vel og sýndi sinn mikla sprengikraft. Blackowicz lenti þungu sparki í lifrina á Latifi og fylgdi því eftir með haussparki! Latifi var mjög vankaður og lét Blackowicz höggin dynja á Latifi! Aftur tapar Svíi mjög óvænt! Jan Blackowicz sigraði eftir tæknilegt rothögg eftir 1:58 í fyrstu lotu. Frábær byrjun hjá Blackowicz í sínum fyrsta UFC bardaga.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #139: UFC 280 uppgjör með Steinda Jr. - October 26, 2022
- Aron Leó úr leik á EM - September 29, 2022
- Aron Leó kominn áfram á EM - September 28, 2022