Fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins var á milli Niklas Backström og Mike Wilkinson. Mike Wilkinson kom öllum á óvörum og rotaði Backström snemma í fyrstu lotu.
Backström byrjaði bardagann afar vel og náði nokkrum flottum lágspörkum. Eftir að hann náði góðu framsparki í andlit Wilkinson var Backström of gráðugur og óð í Wilkinson en át hægri krók beint á kjaftinn. Backström steinrotaðist og salurinn þagnaði! Það mátti heyra saumnál detta. Stuttu seinna fóru áhorfendur að baula á Wilkinson sem virtist nóta baulsins. Mike Wilkinson sigraði eftir 1:19 í fyrstu lotu, frábær sigur fyrir hann enda reiknuðu flestir með sigri Backström.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023