spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit ONE: Collision Course

Úrslit ONE: Collision Course

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapúr í dag. Fjórir MMA bardagar voru á dagskrá á þessu bardagkvöldi.

Síðustu tveir MMA bardagarnir voru eftir sömu uppskrift; ósigraður Bandaríkjamaður á móti reynslumiklum Rússa. Annars vegar var það bardagi á milli fyrrum fjaðurvigtarmeistarans Marat Gafurov og Bandaríkjamannsins Lowen Tynanes. Tynanes hefur verið ósigraður frá árinu 2011 en á þessum tæplega 10 árum hefur hann aðeins barist tíu sinnum. Rússinn Marat Gafurov sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í mjög jöfnum bardaga.

Í næstsíðasta MMA bardaga dagsins sigraði Rússinn Yusup Saadulaev, Bandaríkjamanninn Troy Worthen eftir dómaraákvörðun. Þar með fengu bæði núll Bandaríkjamannana að fjúka í dag.

Úrslit ONE: Collision Course

Kickbox léttþungavigt: Roman Kryklia sigraði Andrei Stoica eftir dómaraákvörðun.
Muay Thai bantamvigt: Nong-o Gaiyanghadao sigraði Rodlek Pk með rothöggi í þriðju lotu.
Léttvigt: Marat Gafurov (18-3) sigraði Lowen Tynanes (10-1) eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Yodkaikaev Fairtex (6-2-1) sigraði Tatsumitsu Wada (22-12) eftir dómaraákvörðun
Bantamvigt: Yusup Saadulaev (20-5-1) sigraði Troy Worthen (7-1) eftir dómaraákvörðun
Fluguvigt: Xie Wei (6-3) sigraði Chan Rothana (7-4) með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.

Hér fyrir neðan má sjá bardagakvöldið í heild:

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular