spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit TUF 23 Finale

Úrslit TUF 23 Finale

tuf23finaletodayÚrslitakvöld TUF 23 fór fram í gærkvöldi þar sem þær Joanna Jedrzejczyk og Claudia Gadelha mættust í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá úrslit kvöldsins.

Joanna Jedrzejczyk tókst að verja beltið sitt gegn Claudia Gadelha en þetta var þriðja titilvörn hennar í röð í UFC. Gadelha sigraði fyrstu tvær loturnar og tókst að kýla Jedrzejczyk niður en tankurinn var tómur eftir 2. lotu. Jedrzejczyk átti nóg eftir hins vegar og sigraði næstu þrjár lotur með yfirburðum.

Þau Andrew Sanchez og Tatiana Suarez eru nýju TUF meistararnir og Will Brooks nældi sér í sinn fyrsta sigur í UFC. Doo Ho Choi náði enn einu rothögginu en hann hefur nú sigrað þrjá bardaga í röð í UFC með rothöggi í 1. lotu.

Hér má svo sjá öll úrslit kvöldsins:

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Strávigt kvenna: Joanna Jędrzejczyk sigraði Cláudia Gadelha eftir einróma dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Andrew Sanchez sigraði Khalil Rountree eftir einróma dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Tatiana Suarez sigraði Amanda Cooper með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 3:43 í 1. lotu.
Léttvigt: Will Brooks sigraði Ross Pearson eftir einróma dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Doo Ho Choi sigraði Thiago Tavares með rothöggi eftir 2:42 í 1. lotu.
Léttvigt: Joaquim Silva sigraði Andrew Holbrook með rothöggi eftir 34 sekúndur í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Fjaðurvigt: Gray Maynard sigraði Fernando Bruno eftir einróma dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Matheus Nicolau sigraði John Moraga eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Josh Stansbury sigraði Cory Hendricks eftir meirihluta dómaraákvörðun.
Millivigt: Cezar Ferreira sigraði Anthony Smith eftir einróma dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Léttvigt: Kevin Lee sigraði Jake Matthews með tæknilegu rothöggi eftir 4:06 í 1. lotu.
Veltivigt: Li Jingliang sigraði Anton Zafir með rothöggi eftir 2:46 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Korean Superboy er minn maður hann er svakalegur lítur ekkert út fyrir að vera þessi killer sem hann er og svo rotar hann alla sem hann hefur mætt í UFC í fyrstu lotu.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular