spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 198

Úrslit UFC 198

ufc 198UFC 198 var að klárast rétt í þessu. Bardagakvöldið var frábær skemmtun eins og við var að búast en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Við höfum fengið nýjan þungavigtarmeistara! Stipe Miocic gerði sér lítið fyrir og rotaði Fabricio Werdum eftir tæpar þrjár mínútur í 1. lotu. Frábær sigur hjá honum.

Jacare átti ekki í miklum erfiðleikum með Vitor Belfort í kvöld og Cris Cyborg olli ekki vonbrigðum. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic sigraði Fabrício Werdum með rothöggi eftir 2:47 í 1. lotu.
Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza sigraði Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi eftir 4:38 í 1. lotu.
Hentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Leslie Smith með tæknilegu rothöggi eftir 1:21 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Maurício Rua sigraði Corey Anderson eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Bryan Barberena sigraði Warlley Alves eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Veltivigt: Demian Maia sigraði Matt Brown með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:31 í 3. lotu.
Millivigt: Thiago Santos sigraði Nate Marquardt með rothöggi eftir 3:39 í 1. lotu.
Léttvigt: Francisco Trinaldo sigraði Yancy Medeiros eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: John Lineker sigraði Rob Font eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Léttþungavigt: Antônio Rogério Nogueira sigraði Patrick Cummins með tæknilegu rothöggi eftir 4:52 í 1. lotu.
Veltivigt: Sérgio Moraes og Luan Chagas gerðu jafntefli (29-28, 28-29, 28-28).
Fjaðurvigt: Renato Moicano sigraði Zubaira Tukhugov eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Hvað var Werdum að gera að hlaupa svona á eftir Stipe í staðin fyrir að láta Stipe koma til sín mjög skrítin nálgun hjá Werdum en rosalegt rothögg hjá Stipe, sem minnti á þegar Conor rotaði Aldo, og er hann vel að því kominn að vera nýr meistari.

    Ég vona að Cyborg geti skorið niður í 135 lb flokkinn því að það væri gjeggað að sjá hana berjast um titilinn þar á móti Tate,Holm og Rousey þvílík eyðileggingarvél sem hún er og gaman að horfa á hana berjast og svo virkar hún á mann sem góð manneskja líka.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular