0

Myndband: Matt Brown sleginn á leið sinni í búrið

Matt Brown mætti Demian Maia í gær á UFC 198. Á leið sinni í búrið var hann sleginn þrisvar af aðdáendum.

Í vigtuninni á föstudaginn sendi hann áhorfendum fingurinn. Það var auðvitað ekki vinsælt meðal brasilísku aðdáendanna sem hrópuðu „uh vai morrer“ sem þýðir „þú munt deyja“.

45.000 áhorfendur voru í höllinni í Curitiba í Brasilíu í gær. Þegar Matt Brown gekk í búrið var hann þrívegis sleginn af áhorfendum. Í þriðja skiptið brást hann illa við eins og sjá má hér að neðan.

Á blaðamannafundinum eftir UFC 198 í gær sagði starfsmaður UFC að þessum aðilum hefði verið vísað úr höllinni.

Demian Maia hafði mikla yfirburði yfir Matt Brown í gær og kláraði með hengingu þegar 30 sekúndur voru eftir af bardaganum.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.