spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC 199 - Frábærir bardagar

Úrslit UFC 199 – Frábærir bardagar

UFC-199UFC 199 var að klárast rétt í þessu og var bardagakvöldið stórkostlegt. Mörg frábær tilþrif litu dagsins ljós en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Michael Bisping er millivigtarmeistari UFC. Áttum okkur aðeins á því. UFC 199 var frábær skemmtun allt frá fyrsta bardaga og þar til Bisping rotaði Luke Rockhold. Enn einu sinni hefur það sýnt sig að það er aldrei hægt að útiloka neinn í MMA. Þetta er besta íþrótt í heimi

Dominick Cruz varði titilinn sinn með glæsilegum og öruggum sigri á Urijah Faber. Dan Henderson kom verulega á óvart og rotaði Hector Lombard í 2. lotu eftir að hafa verið nánast rotaður í 1. lotu. Hér eru öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Millivigt: Michael Bisping sigraði Luke Rockhold með rothöggi eftir 3:36 í 1. lotu.
Bantamvigt: Dominick Cruz sigraði Urijah Faber eftir einrómara dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Max Holloway sigraði Ricardo Lamas eftir einróma dómaraákvörðun.
Millivigt: Dan Henderson sigraði Hector Lombard með rothöggi (háspark og olnbogar) eftir 1:27 í 2. lotu.
Léttvigt: Dustin Poirier sigraði Bobby Green með rothöggi eftir 2:53 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Fjaðurvigt: Brian Ortega sigraði Clay Guida með rothöggi (hné) eftir 4:40 í 3. lotu.
Léttvigt: Beneil Dariush sigraði James Vick með rothöggi eftir 4:16 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði  Jessica Penne með tæknilegu rothöggi eftir 2:56 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Alex Caceres sigraði Cole Miller eftir einróma dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Veltivigt: Sean Strickland sigraði Tom Breese eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Luis Henrique da Silva  sigraði Jonathan Wilson með tæknilegu rothöggi eftir 4:11 í 2. lotu.
Millivigt: Kevin Casey og Elvis Mutapcic og gerðu jafntefli (29-28, 28-29, 28-28)
Léttvigt: Marco Polo Reyes sigraði Dong Hyun Kim með rothöggi eftir 1:52 í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular