0

Conor mætir Nate Diaz á UFC 202 (staðfest)

diaz mcgregor 2 UFC 202Í útsendingunni á UFC 199 staðfesti UFC að þeir Conor McGregor og Nate Diaz munu mætast á UFC 202. Bardagakvöldið fer fram þann 20. ágúst og verður aðalbardagi kvöldsins.

UFC hefur reynt að setja þennan bardaga aftur saman eftir að McGregor var tekinn af UFC 200 bardagakvöldinu. Nate Diaz var harður í samningaviðræðum við UFC sem töfðu staðfestingu bardagans. UFC hefur nú komist að samkomulagi við Diaz og munu kapparnir mætast aftur í endurati þann 20. ágúst.

Nate Diaz sigraði Conor McGregor á UFC 196 í mars en bardaginn var gríðarlega vel heppnaður tekjulega séð fyrir UFC. Áhuginn á endurati þeirra McGregor og Diaz var ekki mikill í fyrstu en hefur orðið talsvert meiri eftir allt fárið í kringum UFC 200. Kapparnir áttu að mætast þá en McGregor var tekinn af bardagakvöldinu eftir að hafa neitað að sinna öllum fjölmiðlaskyldum sínum.

Í síðustu viku lýsti Dana White því yfir að þeir væru að leita að nýjum andstæðingi fyrir McGregor en hafa nú greinilega komist að samkomulagi við Diaz. Bardagakvöldið mun fara fram í Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.