UFC 206 fór fram fyrr í kvöld í Toronto í Kanada. Anthony Pettis og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Bardagakvöldið var afar góð skemmtun og mátti sjá mögnuð tilþrif. Cub Swanson og Doo Hoi Choi áttu einn allra besta bardaga ársins þegar þeir háðu þriggja lotu stríð.
Cerrone náði ótrúlegu rothöggi á Matt Brown í 3. lotu með hásparki og það sama gerði liðsfélagi hans, Lando Vannata í einum af fyrstu bardögum kvöldsins. Rothöggið hjá Vannata verður sennilega eitt af rothöggum ársins.
Aðalhluti bardagakvöldsins
Hentivigt (148 pund): Max Holloway sigraði Anthony Pettis með tæknilegu rothöggi eftir 4:50 í 3. lotu.
Veltivigt: Donald Cerrone sigraði Matt Brown með rothöggi (háspark) eftir 34 sekúndur í 3. lotu.
Fjaðurvigt: Cub Swanson sigraði Doo Ho Choi eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Kelvin Gastelum sigraði Tim Kennedy með tæknilegu rothöggi eftir 2:45 í 3. lotu.
Veltivigt: Emil Weber Meek sigraði Jordan Mein eftir dómaraákvörðun.
Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)
Léttþungavigt: Misha Cirkunov sigraði Nikita Krylov með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 4:38 í 1. lotu.
Léttvigt: Olivier Aubin-Mercier sigraði Drew Dober með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:57 í 2. lotu.
Hentivigt (117,5 pund): Viviane Pereira sigraði Valérie Létourneau eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Matthew Lopez sigraði Mitch Gagnon eftir dómaraákvörðun.
Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)
Léttvigt: Lando Vannata sigraði John Makdessi með rothöggi (spinning wheel kick) eftir 1:40 í 1. lotu.
Hentivigt (158 pund): Rustam Khabilov sigraði Jason Saggo eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Dustin Ortiz sigraði Zach Makovsky eftir klofna dómaraákvörðun.