0

Myndband: Ótrúlegt rothögg í gær á UFC 206

Í einum af fyrstu bardögum kvöldsins í gær á UFC 206 fengum við að sjá eitt af rothöggum ársins.

Lando Vannata mætti John Madkessi í gær á UFC 206. Þetta var þriðji bardagi kvöldsins og eftir bardagann var ljóst að það yrði erfitt að toppa tilþrifin sem Vannata sýndi.

Eftir u.þ.b. 90 sekúndur skellti Vannata í eitt snúningshælspark og smellhitti í höfuð Madkessi. Þetta minnti um margt á rothögg Edson Barboza gegn Terry Etim hér um árið.

Vannata fékk frammistöðubónus fyrir þessi tilþrif en þetta var fyrsti sigur hans í UFC. Vannata er nú 1-1 í UFC eftir að hafa tapað í frumraun sinni í bardagasamtökunum gegn Tony Ferguson í sumar.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.