spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÚrslit UFC 265

Úrslit UFC 265

UFC 265 fór fram í Houston, Texas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Derrick Lewis og Ciryl Gane en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Í aðalbardaga kvöldsins var barist upp á bráðabirgðartitilinn í þungavigt. Derrick Lewis var á heimavelli og fékk frábæran stuðning er hann gekk í búrið á meðan baulað var á Gane. Eins og við var að búast byrjaði Gane á að halda sér hreyfanlegum og stakk hann með hröðum höggum. Lewis gerði nánast ekkert og lenti aðeins einu höggi í 1. lotu.

Gane var léttur á fæti, hreyfanlegur, náði hröðum höggum inn og kom sér undan öllum höggum Lewis. Í 3. lotu byrjaði Gane að sparka í fætur Lewis og eftir 4-5 þung spörk átti Lewis greinilega í erfiðleikum með að standa í fæturna. Gane fann blóðlyktina og sótti af meiri krafti. Lewis átti fá svör, var vankaður, féll niður og gat lítið gert í árásum Gane. Dómarinn stöðvaði því bardagann seint í 3. lotu og var sigur Gane gríðarlega sannfærandi. Með sigrinum hefur Gane tryggt sér titilbardaga gegn Francis Ngannou og er líklegt að þeir mætist í lok ársins.

Jose Aldo átti góða frammistöðu þegar hann sigraði Pedro Munhoz í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Aldo vann allar loturnar og á greinilega ennþá eitthvað eftir gegn topp bardagamönnum. Hann vill halda áfram að klífa upp stigann í bantamvigtinni og hefur ekki gefið titildrauma upp á bátinn.

Vicente Luque átti ein bestu tilþrif kvöldsins þegar hann kláraði Michael Chiesa með uppgjafartaki í 1. lotu. Chiesa náði Luque niður í 1. lotu og var kominn í ákjósanlega stöðu. Luque tókst hins vegar að koma sér úr vandræðum og sótti strax í hengingu. Chiesa reyndi að rúlla sér úr vandræðum en Luque hélt hengingunni þétt og kláraði Chiesa með „D’Arce choke“ í 1. lotu.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í þungavigt: Ciryl Gane sigraði Derrick Lewis með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:11 í 3. lotu.
Bantamvigt: José Aldo sigraði Pedro Munhoz eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 30–27).
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Michael Chiesa með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 3:25 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Tecia TorressigraðiAngela Hill eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 29–28).
Bantamvigt: Song Yadong sigraði Casey Kenney eftir klofna dómaraákvörðun (28–29, 29–28, 30–27).

ESPN2 / ESPN+ upphitunarbardagar:

Léttvigt: Rafael Fiziev sigraði Bobby Green eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Vince Morales sigraði Drako Rodriguez eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Alonzo Menifield sigraði Ed Herman eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Jessica Penne sigraði Karolina Kowalkiewicz með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:32 í 1. lotu.

ESPN2 / ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Hentivigt (129 pund): Manel Kape sigraði Ode’ Osbourne með rothöggi (flying knee and punches) eftir 4:44 í 1. lotu.
Bantamvigt: Miles Johns sigraði Anderson dos Santos með rothöggi (punch) eftir 1:16 í 3. lotu.
Fluguvigt kvenna: Melissa Gatto sigraði Victoria Leonardo með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 5:00 í 2. lotu.
Bantamvigt: Johnny Muñoz Jr. sigraði Jamey Simmons með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:35 í 2. lotu. 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular