UFC var með fínasta bardagakvöld í nótt í Atlantic City. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Edson Barboza og Kevin Lee en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.
Kevin Lee nældi sér í stærsta sigur ferilsins þegar hann sigraði Edson Barboza í nótt. Lee naut mikilla yfirburða í bardaganum en Barboza var ekki langt frá því að ná magnaðri endurkomu með snúningssparki í 3. lotu. Lee tókst þó að jafna sig með því að ná fellu strax. Í 5. lotu átti Barboza erfitt með að sjá út um annað augað og stöðvaði því læknirinn bardagann.
Frankie Edgar komst aftur á sigurbraut með sigri á Cub Swanson en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Hentivigt (157 pund): Kevin Lee sigraði Edson Barboza með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 2:18 í 5. lotu.
Fjaðurvigt: Frankie Edgar sigraði Cub Swanson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Þungavigt: Justin Willis sigraði Chase Sherman eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Millivigt: David Branch sigraði Thiago Santos með rothöggi eftir 2:30 í 1. lotu.
Bantamvigt: Aljamain Sterling sigraði Brett Johns eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Léttvigt: Dan Hooker sigraði Jim Miller með rothöggi (knee) eftir 3 mínútur í 1. lotu.
Fox Sports 1 upphitunarbardagar:
Veltivigt: Ryan LaFlare sigraði Alex Garcia eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Bantamvigt: Ricky Simon sigraði Merab Dvalishvili með tæknilegu rothöggi (referee stoppage) eftir 5:00 í 3. lotu.
Veltivigt: Siyar Bahadurzada sigraði Luan Chagas með rothöggi (liver kick & head punch) eftir 2:40 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Corey Anderson sigraði Patrick Cummins eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 30-27).
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Veltivigt: Tony Martin sigraði Keita Nakamura eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).