spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Blachowicz vs. Santos

Úrslit UFC Fight Night: Blachowicz vs. Santos

UFC var með bardagakvöld í Tékklandi fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jan Blachowicz og Thiago Santos en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið var fínasta skemmtun og á besta tíma hér á landi. Aðalbardagi kvöldsins var fremur rólegur framan af en í 3. lotu tókst Santos að smellhitta með hægri króki og vinstri króki í kjölfarið sem felldi Blachowicz. Santos fylgdi því eftir með mörgum hamarshöggum í gólfinu þar til dómarinn stöðvaði bardagann.

Eftir sigurinn er Santos í 2. sæti (ásamt Anderson SilvA) yfir flest rothögg í sögu UFC á eftir Vitor Belfort. Santos sagði síðan að hann ætli sér að fara til Las Vegas til að vera viðstaddur titilbardaga Anthony Smith og Jon Jones um næstu helgi. Santos er kominn í titilumræðuna í léttþungavigtinni eftir sinn 3. sigur í röð. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Léttþungavigt: Thiago Santos sigraði Jan Blachowicz með tæknilegu rothöggi eftir 39 sekúndur í 3. lotu.
Þungavigt: Stefan Struve sigraði Marcos Rogério de Lima með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 2:21 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Michał Oleksiejczuk sigraði Gian Villante með tæknilegu rothöggi (body punch) eftir 1:34 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Liz Carmouche sigraði Lucie Pudilová eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Bantamvigt: Petr YansigraðiJohn Dodson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Hentivigt (209 pund): Magomed Ankalaev sigraði Klidson Abreu eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).

Upphitunarbardagar:

Veltivigt: Dwight Grant sigraði Carlo Pedersoli Jr. með rothöggi eftir 4:59 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Chris Fishgold sigraði Daniel Teymur með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:10 í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Gillian Robertson sigraði Veronica Macedo með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:27 í 2. lotu.
Léttvigt: Damir Hadžović sigraði Polo Reyes með tæknilegu rothöggi eftir 2:03 í 2. lotu.
Veltivigt: Ismail Naurdiev sigraði Michel Prazeres eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (157 pund): Carlos Diego Ferreira sigraði Rustam Khabilov eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Damir Ismagulov sigraði Joel Alvarez eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular