spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Blaydes vs. Volkov

Úrslit UFC Fight Night: Blaydes vs. Volkov

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Curtis Blaydes og Alexander Volkov en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Curtis Blaydes sigraði Alexander Volkov eftir dómaraákvörðun. Það tók Blaydes innan við tíu sekúndur að ná Volkov niður í 1. lotu. Blaydes naut mikilla yfirburða fyrstu þrjár loturnar og tók Volkov niður að vild.

Í 4. lotu var Blaydes farinn að þreytast og átti Volkov fína spretti í síðustu tveimur lotunum. Það dugði þó ekki til og sigraði Blaydes eftir dómaraákvörðun.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Josh Emmett og Shane Burgos í frábærum bardaga. Þeir byrjuðu strax að skiptast á höggum en strax á fyrstu mínútunni virtist Emmett meiða sig í hnénu. Emmett stóð uppi sem sigurvegari og kýldi Burgos tvívegis niður í 3. lotu. Talið er að Emmett hafi slitið krossband strax í 1. lotu en það kemur betur í ljós í næstu viku eftir myndatöku. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Alexander Volkov eftir dómaraákvörðun (49-46, 48-47, 48-46).
Fjaðurvigt: Josh Emmett sigraði Shane Burgos eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-27).
Bantamvigt kvenna: Raquel Pennington sigraði Marion Reneau eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Veltivigt: Belal Muhammad sigraði Lyman Good eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Hentivigt (160 pund): Jim Miller sigraði Roosevelt Roberts með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:25 í 1. lotu.

ESPN/ESPN+ upphitunarbardagar:

Léttvigt: Bobby Green sigraði Clay Guida eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Tecia Torres sigraði Brianna Van Buren eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Marc-André Barriault sigraði Oskar Piechota með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:50 í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Gillian Robertson sigraði Cortney Casey með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:32 í 3. lotu.
Hentivigt (158 pund): Justin Jaynes sigraði Frank Camacho með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 41 sekúndu í 1. lotu. 
Fluguvigt kvenna: Lauren Murphy sigraði Roxanne Modafferi eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Austin Hubbard sigraði Max Rohskopf með tæknilegu rothöggi (hætti á stólnum) eftir 5:00 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular