spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Cerrone vs. Edwards

Úrslit UFC Fight Night: Cerrone vs. Edwards

UFC var með fínasta bardagakvöld í Singapúr í dag. Í aðalbardaganum mættust þeir Leon Edwards og Donald Cerrone en hér má sjá úrslit bardaganna.

Leon Edwards nældi sér í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði Donald Cerrone eftir dómaraákvörðun. Edwards byrjaði bardagann vel og vann fyrstu tvær loturnar örugglega. Cerrone komst betur inn í bardagann eftir því sem leið á en Edwards var samt með yfirhöndina nær allan tímann. Bardaginn var skemmtilegur áhorfs og föðmuðust andstæðingarnir þegar bardaginn kláraðist.

Edwards óskaði eftir bardaga við Jorge Masvidal eftir sigurinn en hann mun stökkva upp um nokkur sæti á styrkleikalistanum með sigrinum. Öll önnur úrslit má sjá hér.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Leon Edwards sigraði Donald Cerrone eftir dómaraákvörðun (48-47, 48-47, 48-47).
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux sigraði Tyson Pedro með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:54 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Jessica EyesigraðiJessica-Rose Clark eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Li Jingliang sigraði Daichi Abe eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar kvöldsins:

Bantamvigt: Petr Yan sigraði Teruto Ishihara með rothöggi eftir 3:28 í 1. lotu.
Bantamvigt: Song Yadong sigraði Felipe Arantes með tæknilegu rothöggi (olnbogi og hnefaögg) eftir 4:59 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Shane Young sigraði Rolando Dy með tæknilegu rothöggi (olnbogar og hnefahögg) eftir 4:40 í 2. lotu.
Veltivigt: Song Kenan sigraði Hector Aldana með tæknilegu rothöggi eftir 4:45 í 2. lotu.
Veltivigt: Jake Matthews sigraði Shinsho Anzai með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:44 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Yan Xiaonan sigraði Viviane Pereira eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Matt Schnell sigraði Naoki Inoue eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Ulka Sasaki sigraði Jenel Lausa með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:04 í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Ji Yeon Kim sigraði Melinda Fabian eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular