UFC var með nokkuð skemmtilegt bardagakvöld í Kanada fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje en hér má sjá úrslit kvöldsins.
Justin Gaethje kláraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Gaethje kýldi Cerrone niður og fylgdi eftir með nokkrum höggum í gólfinu en hikaði við að kýla þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með dómarann og fannst að hann hefði átt að stöðva bardagann fyrr. Þeir Cerrone og Gaethje voru einstaklega vinalegir við hvorn annan eftir bardagann og var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Léttvigt: Justin Gaethje sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi eftir 4:18 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Glover Teixeira sigraði Nikita Krylov eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Þungavigt: Bardagi Todd Duffee og Jeff Hughes var dæmdur ógildur (accidental eye poke) eftir 4:03 í 1. lotu.
Hentivigt (172 pund): Tristan Connelly sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-27, 29-27).
Millivigt: Uriah Hall sigraði Antônio Carlos Júnior eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Léttþungavigt: Misha Cirkunov sigraði Jimmy Crute með uppgjafartaki (Peruvian necktie) eftir 3:38 í 1. lotu.
ESPN+ upphitunarbardagar:
Þungavigt: Augusto Sakai sigraði Marcin Tybura með rothöggi eftir 59 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Miles Johns sigraði Cole Smith eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Hunter Azure sigraði Brad Katona eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Chas Skelly sigraði Jordan Griffin eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Louis Smolka sigraði Ryan MacDonald með tæknilegu rothöggi eftir 4:43 í 1. lotu.
Léttvigt: Austin Hubbard sigraði Kyle Prepolec eftir dómaraákvörðun.