spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Font vs. Garbrandt

Úrslit UFC Fight Night: Font vs. Garbrandt

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Rob Font og Cody Garbrandt en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Nýr áskorandi í titilinn hefur litið dagsins ljós í bantamvigtinni. Yfir fimm lotur sýndi Font gott box og refsaði Garbrandt með frábærri stungu. Garbrandt var nokkrum sinnum í vandræðum en komst í gegnum allar fimm loturnar. Þegar dómaraákvörðunin var lesin upp var enginn vafi hver hefði unnið en Font sigraði eftir einróma dómaraákvörðun. Þetta var fyrsti aðalbardagi Font og hefur hann núna unnið fjóra bardaga í röð. Nú er ljóst að nafn Font þarf að taka alvarlega sem áskorandi í bantamvigtinni.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt: Rob Font sigraði Cody Garbrandt eftir dómaraákvörðun (48–47, 50–45, 50–45).
Strávigt kvenna: Carla Esparza sigraði Yan Xiaonan með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:58 í 2. lotu.
Þungavigt: Jared Vanderaa sigraði Justin Tafa eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 29–28).
Fjaðurvigt kvenna: Norma Dumont sigraði Felicia Spencer eftir klofna dómaraákvörðun (30–27, 28–29, 29–28).
Fjaðurvigt: Ricardo Ramos sigraði Bill Algeo eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 29–28).
Millivigt: Jack Hermansson sigraði Edmen Shahbazyan eftir dómaraákvörðun (29–27, 29–27, 29–27).

ESPN+ upphitunarbardagar:

Þungavigt: Ben Rothwell sigraði Chris Barnett með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:07 í 2. lotu.
Veltivigt: Court McGee sigraði Cláudio Silva eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Bruno Gustavo da Silva sigraði Victor Rodriguez með rothöggi (punches) eftir 1:00 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Joshua Culibao sigraði Shayilan Nuerdanbieke eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (128,5 pund): David Dvořák sigraðiJuancamilo RonderosSubmission með hengingu (rear-naked choke) eftir 2:18 í 1. lotu.
Léttvigt: Damir Ismagulov sigraði Rafael Alves eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular