Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentHver er þessi Chris Barnett?

Hver er þessi Chris Barnett?

Þegar Chris Barnett stígur inn í búrið um helgina mun hann brjóta blað í sögu UFC með því að vera einn lægsti þungavigtar maður í sögu UFC. Þá mætir hann hinum þaulreynda Ben Rothwell.

Ben Rothwell átti að mæta Askar Mozharov um helgina en fyrir nokkrum dögum meiddist Mozharov og þá gripu UFC til þeirra ráða að semja við Chris Barnett til að taka sinn fyrsta bardaga í UFC með stuttum fyrirvara. Þessi ákvörðun kom mörgum að óvart þar sem Barnett er þekktur innan MMA heimsins sem hálfgert djók.

Hann hefur helst verið að berjast í samtökum á borð við Rizin í Japan og Road FC í Kóreu. Þar hefur honum frekar verið tekið eftir fyrir dansspor og furðulega líkamsbyggingu. Þá gekk hann undir nafninu „Huggy Bear“ sem passar mjög vel við vöxt hans þar sem hann er 175 cm á hæð og hefur stundum keppt í ofurþungavigt þar sem hann var oft rúmlega 150kg. Núna í dag vill hann láta kalla sig „Beast Boy” en þessi breyting passar líka við þróun hans sem bardagamanns. Upp á síðkastið virðist hann hafi lagt meiri áherslu á það að vera betri bardagamaður og minni skemmtikraftur en er þó alls ekki orðin leiðinlegur. Einnig er hann bara með einhverja orku í kringum sig sem kemur öllum í gott skap.

Chris Barnett hefur ekki alltaf verið þetta djók sem hann er í dag því að til að byrja með var hann mjög efnilegur og byrjaði á því að ná sér í bardagaskorið 6-1 og þar á meðal með sigur á móti Walt Harris. En eftir það bætti hann á sig mikilli þyngd og varð meiri sirkus bardagamaður heldur en efnilegur bardagamaður en hélt þó áfram að vinna og var kominn með bardagaskorið 12-1.

Þá var hann reglulega rúmlega 150 kg þegar hann barðist en til samanburðar þarftu að vera undir 121 kg til að berjast í þungavigt í UFC. Það voru því margir spenntir fyrir vigtuninni í gær þar sem að hann hefði getað slegið annað met með því að vera sá fyrsti sem nær ekki vigt í þungavigt. Sérstaklega þar sem hann var 135 kg í seinasta bardaga og fékk einungis að vita af þessum bardaga fyrir viku. En hann náði vigt og leit bara mjög vel út á vigtinni.

Hvernig bardagamaður er þessi Barnett? Hann er með grunn í taekwondo og er alveg ótrúlegt að sjá hann henda í snúningsspörk sem svona þungur maður á ekki að geta. Þá er hann líka mjög hraður miðað við að vera í þungavigt og kemur hraði hans flestum að óvart. Hann er alls ekki fiskur á þurru landi í jörðinni en vill þó helst halda bardaganum standandi. Þá keppti hann til að mynda við Yoel Romero í uppgjafarglímu þar sem Yoel vann hann frekar auðveldlega þrátt fyrir gríðarlegan þyngdarmun. Hann er oft með svipaða tækni til að komast á fætur og Derrick Lewis með því að standa einfaldlega bara upp. Það gæti þó orðið erfitt ef hann fer í jörðina með Ben Rothwell þar sem hann er mjög stór og sterkur. 

Það eru allar líkur á því að Chris Barnett tapi um helgina á móti Ben Rothwell en það er alltaf von. Þetta er þó hans séns að komast í UFC og festa sig í sessi. Ef þeir eru sniðugir og gefa honum auðveldari bardaga næst gegn mönnum á borð við Chase Sherman eða Ike Villanueva ætti hann alveg að geta unnið. Ef hann nælir sér í sigur tekur hann líklegast einhvern dans í búrinu og heljarstökk og þá ætti hann nú að verða vinsæll hjá hinum almenna UFC áhugamanni.

Sævar Helgi Víðisson
Sævar Helgi Víðisson
- Fjölmiðlafræðinemi - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Langt leiddur MMA aðdáandi
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular