Monday, May 27, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Font vs. Garbrandt?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Font vs. Garbrandt?

UFC er með bardagakvöld í kvöld í Las Vegas á fínum tíma. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Rob Font og Cody Garbrandt en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 20:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 23:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins er á Viaplay.

Rob Font hefur verið á góðu skriði og unnið þrjá bardaga í röð. Síðast sáum við hann vinna Marlon Moraes í desember og verður spennandi að sjá hvað hann gerir gegn fyrrum meistaranum Garbrandt. Cody Garbrandt komst aftur á sigurbraut í fyrra eftir þrjú töp í röð með rothöggi ársins gegn Raphael Assuncao. Hann hefur daðrað við fluguvigtina en tekur þennan bardaga í bantamvigt.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 23:00)

Bantamvigt: Rob Font gegn Cody Garbrandt
Strávigt kvenna: Yan Xiaonan gegn Carla Esparza
Þungavigt: Justin Tafa gegn Jared Vanderaa
Fjaðurvigt kvenna: Felicia Spencer gegn Norma Dumont Viana
Fjaðurvigt: Ricardo Ramos gegn Bill Algeo
Millivigt: Jack Hermansson gegn Edmen Shahbazyan                       

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 20:00)

Þungavigt: Ben Rothwell gegn Chris Barnett 
Veltivigt: Court McGee gegn Cláudio Silva
Fluguvigt: Bruno Gustavo da Silva gegn Victor Rodriguez
Fjaðurvigt: Josh Culibao gegn Sha Yilan
Fluguvigt: David Dvořák gegn Juancamilo Ronderos
Léttvigt: Damir Hadžović gegn Yancy Medeiros
Léttvigt: Rafael Alves gegn Damir Ismagulov

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular