spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Holm vs. Aldana

Úrslit UFC Fight Night: Holm vs. Aldana

UFC var með bardagakvöld á bardagaeyjunni í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Holly Holm og Irene Aldana.

Holly Holm fór létt með Irene Aldana í aðalbardaga kvöldsins. Aldana elti í fimm lotur en var sjaldan nálægt því að snerta Holm og lenti fáum höggum. Holm var með mjög góðar gagnárásir, náði mörgum höggum inn og fellu í hverri einustu lotu. Algjörir yfirburðir hjá Holm yfir fimm lotur.

Germaine de Randamie kom verulega á óvart þegar hún svæfði Julianna Pena! De Randamie er þekkt fyrir sparkboxið sitt en nældi sér í sinn fyrsta sigur á ferlinum með uppgjafartaki með því að svæfa Pena með „guillotine“ í 3. lotu. Hin 36 ára er því enn að bæta sig og langar að fá annað tækifæri gegn Amanda Nunes.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Bantamvigt kvenna: Holly Holm sigraði Irene Aldana eftir dómaraákvörðun (50-44, 50-45, 50-45).
Þungavigt: Carlos Felipe sigraði Yorgan De Castro eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Bantamvigt kvenna: Germaine de Randamie sigraði Julianna Peña með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 3:25 í 3. lotu.
Bantamvigt: Kyler Phillips sigraði Cameron Else með tæknilegu rothöggi eftir 44 sekúndur í 2. lotu.
Millivigt: Duško Todorović sigraði Dequan Townsend með tæknilegu rothöggi eftir 3:15 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar:

Veltivigt: Carlos Condit sigraði Court McGee eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Charles Jourdain og Josh Culibao háðu jafntefli (30-27, 28-29, 28-28).
Millivigt: Nassourdine Imavov sigraði Jordan Williams eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Loma Lookboonmee sigrað Jinh Yu Frey eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Casey Kenney sigraði Heili Alateng eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Luigi Vendramini sigraði Jessin Ayari með tæknilegu rothöggi eftir 1:12 í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular