spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Jacare vs. Hermansson

Úrslit UFC Fight Night: Jacare vs. Hermansson

UFC var með bardagakvöld í Flórída í kvöld. Þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Jack Hermansson mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza var sigurstranglegri fyrir bardagann en stóð ekki undir væntingum. Jack Hermansson kom mjög öflugur til leiks og sigraði eftir dómaraákvörðun. Hermansson hefur þar með stimplað sig inn meðal þeirra bestu í millivigtinni en Jacare missir enn einu sinni af tækifærinu til að berjast um titil.

Greg Hardy fór síðan létt með Dimitri Smoliakov eins og við var að búast enda á sá síðarnefndi ekki heima í UFC og hefur aldrei gert. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Jack Hermansson sigraði Ronaldo Souza eftir dómaraákvörðun (49-46, 48-47, 48-47).
Þungavigt: Greg Hardy sigraði Dmitri Smoliakov með tæknilegu rothöggi eftir 2:15 í 1. lotu.
Veltivigt: Mike Perry sigraði Alex Oliveira eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Léttþungavigt: Glover Teixeira sigraði Ion Cuțelaba með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:37 í 2. lotu.
Bantamvigt: Cory Sandhagen sigraði John Lineker eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Léttvigt: Roosevelt Roberts sigraði Thomas Gifford eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).

ESPN upphitunarbardagar:

Veltivigt: Takashi Sato sigraði Ben Saunders með tæknilegu rothöggi eftir 1:18 í 2. lotu.
Þungavigt: Augusto Sakai sigraði Andrei Arlovski eftir klofna dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Carla Esparza sigraði Virna Jandiroba eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Gilbert Burns sigraði Mike Davis með uppgjafartaki eftir 4:15 í 2. lotu.

ESPN2 upphitunarbardagar:

Léttvigt: Jim Miller sigraði Jason Gonzalez með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:12 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Angela Hill sigraði Jodie Esquibel eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Dhiego Lima sigraði Court McGee eftir klofna dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular