Thursday, April 18, 2024
HomeForsíðaValentin Fels með brons á ADCC Trials

Valentin Fels með brons á ADCC Trials

Fjórir keppendur frá Mjölni kepptu á ADCC European Trials í dag. Mótið fór fram í Póllandi en enginn af fjórmenningunum náði að tryggja sér þátttökurétt á stóra ADCC mótið í haust.

ADCC er sterkasta glímumót heims en mótið er haldið annað hvert ár. Mörgum af bestu glímumönnum heims er boðið að keppa á mótinu og þá fá sigurvegarar síðasta móts sjálfkrafa þátttökurétt. Það er einnig hægt að vinna sér inn þátttökurétt með sigri á úrtökumótum líkt og fór fram í dag. ADCC er með tvö úrtökumót í Bandaríkjunum, tvö í Evrópu, eitt í Suður-Ameríku og eitt í Asíu fyrir hvert ADCC mót.

Ingibjörg Birna Ársælsdóttir, Valentin Fels, Halldór Logi Valsson og Kristján Helgi Hafliðason kepptu öll á mótinu í dag. Ingibjörg keppti í -60 kg flokki en hún tapaði fyrstu glímunni sinni eftir dómaraákvörðun eftir framlengingu í jafnri glímu.

Halldór Logi Valsson keppti í -88 kg flokki en hann tapaði sinni fyrstu glímu með tveimur stigum eftir framlengingu. Kristján Helgi Hafliðason var einnig í -88 kg flokki og tapaði 2-0 gegn andstæðingi sem náði 4. sæti á síðasta ADCC úrtökumóti.

Valentin Fels átti frábæran dag í -77 kg flokki. Valentin vann sína fyrstu glímu á „heelhook“ og þá næstu eftir „kneebar“. Eftir sigur eftir dómaraákvörðun í 8-manna úrslitum var hann kominn í undanúrslit þar sem hann þurfti að sætta sig við tap. Valentin vann síðan bronsglímuna sem er frábær árangur á svo sterku móti. Þrátt fyrir þessa góðu frammistöðu var það ekki nóg til að tryggja sig inn á stóra ADCC mótið í haust.

Valentin Fels.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular