spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Lee vs. Oliveira

Úrslit UFC Fight Night: Lee vs. Oliveira

UFC var með bardagakvöld í Brasilíu í kvöld. Þeir Kevin Lee og Charles Oliveira ættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagakvöldið fór fram fyrir luktum dyrum í Brasilíu í kvöld. Samkomubann er í Brasilia, höfuðborg Brasilíu, þar sem bardagakvöldið fór fram.

Fyrstu níu bardagar kvöldsins fóru í dómaraákvörðun og jafnaði það met UFC.

Eftir það fóru hlutirnir að gerast og enduðu síðustu þrír bardagarnir með glæsibrag. Gilbert Burns sló Demian Maia niður í 1. lotu en ætlaði í fyrstu ekki að klára hann í gólfinu. Burns fór í gólfið með Maia á endanum og kláraði hann með höggum í gólfinu. Maia mótmælti ákvörðun dómarans þegar hann stöðvaði bardagann en stoppið var sanngjarnt.

Aðalbardagi Kevin Lee og Charles Oliveira var fjörugur. Oliveira hótaði með uppgjafartökum í gólfinu en Lee varðist vel. Í 2. lotu var Oliveira betri standandi og var Lee í vandræðum en náði fellu.

Í 3. lotu fór Lee aftur í fellu en í þetta sinn greip Oliveira um háls Lee og kláraði með „guillotine“ hengingu. Virkilega vel gert hjá Oliveira en þetta var sjöundi sigur hans í röð í UFC en alla bardagana hefur hann klárað. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Hentivigt (158,5 pund): Charles Oliveira sigraði Kevin Lee með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 28 sekúndur í 3. lotu.
Veltivigt: Gilbert Burns sigraði Demian Maia með tæknilegu rothöggi eftir 2:34 í 1. lotu.
Léttvigt: Renato Moicano sigraði Damir Hadžović með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 44 sekúndur í 1. lotu.
Léttþungavigt: Nikita Krylov sigraði Johnny Walker eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Léttvigt: Francisco Trinaldo sigraði John Makdessi eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).

ESPN+/ESPN upphitunarbardagar:

Fluguvigt: Brandon Moreno sigraði Jussier Formiga eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Amanda Ribas sigraði Randa Markos eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos sigraði Alexsei Kunchenko eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Rani Yahya og Enrique Barzola gerðu jafntefli (29-28, 28-28, 28-28)
Fluguvigt kvenna: Maryna Moroz sigraði Mayra Bueno Silva eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: David Dvorak sigraði Bruno Silva eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Bea Malecki sigraði Veronica Macedo eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular