spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Lewis vs. Dos Santos

Úrslit UFC Fight Night: Lewis vs. Dos Santos

UFC var með lítið bardagakvöld í Kansas í gærkvöldi. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Junior dos Santos og Derrick Lewis en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Aðalbardagi kvöldsins var mjög skemmtilegur þó hann hafi verið furðulegur oft á tíðum. Dos Santos þrumaði í maga Lewis í 1. lotu með glæsilegu sparki og virtist Lewis hreinlega ekki getað haldið áfram. Hann náði að þrauka út lotuna en í 2. lotu tókst dos Santos að klára Lewis. Dos Santos kýldi Lewis niður og fylgdi því svo eftir með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Junior dos Santos sigraði  Derrick Lewis með tæknilegu rothöggi eftir 1:58 í 2. lotu.
Veltivigt: Elizeu Zaleski dos Santos sigraði Curtis Millender með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:35 í 1. lotu.
Veltivigt: Niko Price sigraði Tim Means með rothöggi eftir 4:50 í 1. lotu.
Þungavigt: Blagoy Ivanov sigraði Ben Rothwell eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Beneil Dariush sigraði Drew Dober með uppgjafartaki (triangle armbar) eftir 4:41 í 2. lotu.
Millivigt: Omari Akhmedov sigraði Tim Boetsch eftir dómaraákvörðun.

ESPN+ upphitunarbardagar:

Veltivigt: Anthony Rocco Martin sigraði Sérgio Moraes eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Yana Kunitskaya sigraði Marion Reneau eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Grant Dawson sigraði Julian Erosa eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Maurice Greene sigraði Jeff Hughes eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Matt Schnell sigraði Louis Smolka með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 3:18 í 1. lotu.
Veltivigt: Alex Morono sigraði Zak Ottow með tæknilegu rothöggi eftir 3:34 í 1. lotu.
Léttvigt: Alex White sigraði Dan Moret eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular